Föstudagur 26. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

MYNDBAND: Kona sem myrti og sundurlimaði mann réðst á verjanda sinn í dómsal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu og fimm ára gömul kona réðst á lögmann sinn í miðju þinghaldi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær. Lögmaður konunnar hafði stuttu áður beðið dómara um að fresta réttahöldum málsins um tvær vikur en er konan, Taylor Schabusiness, ákærð fyrir morð. Lögmaður ákærðu bað um frest svo hægt væri að fá sérfræðing til þess að meta það hvort Taylor væri í raun sakhæf.


Þegar dómarinn féllst á tillögu hans réðst Taylor á lögmann sinn en lögreglumaður á staðnum var fljótur að bregðast við og snúa hana niður. Taylor er sökuð um að hafa myrt hinn tuttugu og fimm ára gamla Shad Thyrion í febrúar á síðasta ári. Þá er hún einnig sökuð um að hafa misnotað hann kynferðislega og sundurlimað lík hans. Taylor heldur fram sakleysi sínu en líkamspartar Thyrion fundust á heimilinu þar sem hann var myrtur og í bifreið. Eftir atvikið bað lögmaður Taylor um að fá að draga sig frá málinu en ekki er ljóst hvort dómari muni fallast á það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -