Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Myndskeið náðist af nepölsku flugvélinni rétt fyrir slysið – Minnst 68 látnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt að 67 létust er farþegarflugvél hrapaði í aðflugi að flugvelli borgarinnar Pokhara í Nepal í morgun. Myndband náðist af flugvélinni rétt fyrir slysið.

Samkvæmt Rúv var flugvélin að koma frá Katmandu, höfuðborg Nepa, og var í aðflugi að borginni Pokhar, er hún skyndilega snerist á hlið og skall til jarðar ofan í gil. Auk 68 farþega voru fjórir áhafnarmeðlimir innanborðs. Óstaðfestar fregnir herma að fjórir hafi lifað af en séu alvarlega slasaðir.

Flugvélin var að koma frá Katmandu, höfuðborg Nepal, og var í aðflugi að Pokhar þegar hún, af myndskeiðum á samfélagsmiðlum að dæma, snerist skarpt til vinstri og skall til jarðar ofan í gil. 68 farþegar voru um borð auk fjögurra manna áhafnar.

Í Nepal eru flugslys algeng enda hefur landið alloft verið gagnrýnt fyrir að sinna hvorki þjálfun flugmanna né viðhaldi vélanna nógu vel. Evrópusambandið hefur þess vegna bannað öllum flugfélögum frá Nepal að fljúga um lofthelgi sambandsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem náðist af flugvélinni rétt áður en hún steyptist niður gilið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -