Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Nauðgaði 13 ára stúlku en fær ekki fangelsisdóm: „Ég held að fangelsi muni ekki hjálpa þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður sem dæmdur var fyrir að nauðga 13 ára gamalli stúlku í almenningsgarði, gengur nú frjáls ferða sinna vegna þess að dómarinn í máli hans segir hann of ungan fyrir fangelsisvist. Maðurinn var 17 ára er glæpurinn var framinn en er nú 21 árs.

Sean Hogg var fundinn sekur um nauðgun á unglingsstúlkunni í Dalkeith Country garðinum í Midlothian í Skotlandi. Dómarinn í málinu, Lake lávarður sagði að aldur Hoggs, sem var 17 ára er hann framdi glæpinn, verði að taka inn í myndina er ákveða ætti refsingu.

Dæmdi því dómarinn Hogg til að vinna af hendi 270 klukkutíma í óborgaðri vinnu.

Dómurinn hefur valdið mikilli reiði meðal stjórnmálamanna og góðgerðasamtaka í Skotlandi en Sandy Brindley, forstjóri Rape Crisis Scotland samtakana sagðist hafa áhyggjur af „mildi“ dómsins. Þá sagði hún einnig: „Þetta er mjög alvarlegt mál og við erum hneyksluð á að þessi gerandi hafi ekki hlotið fangelsisdóm. Miðað við alvarleika þessa glæps og þá staðreynd að hann var dæmdur fyrir Hæstarétti, þá höfum við áhyggjur af því hversu mildur dómurinn er. Hugur okkar er með fórnlarlambi glæpsins. Fyrir þolendur kynferðisofbeldis getur verið mjög erfitt að sjá fregnir af dæmdum gerendum sem ganga lausir frá dómstólum.“

Talsmaður skoska Íhaldsflokksins, Jamie Greene var einnig ósáttur. „Skortur á fangelsisdómi er algjör móðgun við hinn unga brotaþola. Þetta sýnir enn og aftur hversu rangar refsireglur skoska Þjóðarflokksins eru í raun og veru og hversu bundnar hendur dómarans eru vegna þess.“

Dómsskjölin segja að Hogg, sem er frá Suður Lanarkshire, hafi ráðist á stúlkuna með því að hóta henni og toga niður neðri klæðnað hennar. Þá greip hann í úlnlið hennar og neyddi hana til að framkvæma kynferðislegt athæfi á honum og nauðgaði henni svo.

- Auglýsing -
Almenningsgarðurinn þar sem nauðgunin átti sér stað.

Hogg grét þegar hann var fundinn sekur í Hæstarétti Glasgow. Dómarinn sagði: „Nauðgun er einn alvarlegasti glæpurinn og þess vegna er réttað í málinu fyrir Hæstarétti. Þegar horft er til aðstæðna, aldur stúlkunnar og varnaleysi hennar tekið til athugunar, geri það málið enn alvarlegra. Fyrir alvarleikastigið, verð ég að horfa á ábyrgð þína og ég verð að taka aldur þinn inn í myndina. Ef þessi glæpur hefði verið framinn af fullorðnum einstaklingi, yfir 25 ára aldurinn, fengi hann fjögurra eða fimm ára fangelsisdóm. Ég tel það ekki viðeigandi og ætla ekki að dæma þig í fangelsi. Þetta er í fyrsta sinn sem þú brýtur á þér og hefur aldrei verið í fangelsi. Þú ert 21 árs og varst 17 ára þegar þetta gerðist. Ég held að fangelsi muni ekki hjálpa þér að ná endurhæfingu.“

Fyrir utan þá 270 klukkutíma sem Hogg þarf að vinna án launa, verður fylgst með honum og hann settur á kynferðisbrotamannalista næstu þrjú árin.

Donald Findlay verjandi, sagði við dómsuppkvaðninguna að áfrýjun væri fyrirhuguð.

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -