Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

NBA leikmaður klúðraði vítaskoti viljandi – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuboltamaðurinn Boban Marjanović á sér marga aðdáendur í Los Angeles eftir NBA leik sem átti sér stað í gær. Þar mættust lið Los Angeles Clippers og Houston Rockets en Boban, eins og hann er venjulega kallaður, spilar með Rockets. Leikurinn fór fram á heimavelli Clippers en þar býður liðið öllum áhorfendum upp á ókeypis kjúkling ef leikmaður í liði andstæðinga klúðrar tveimur vítaskotum í röð.

Þegar Boban steig á vítalínuna til að taka vítaskot sín var lið hans átta stigum yfir og lítið eftir að leiknum. Leikurinn var síðasti leikur Houston Rockets á þessu tímabil þar sem liðið átti ekki möguleika á að komast í úrslitakeppni NBA og skipti því litlu máli hvort liðið sigraði eða ekki. Eftir að Bobcan klúðraði fyrra vítaskotinu brosti Bobcan og skaut seinna vítaskoti sínu og var ljóst af gæðum þess að hann reyndi að klúðra seinna skotinu. Eftir klúðrið fagnaði hann lítillega með áhorfendum leiksins.

Boban hefur leikið í tíu tímabil í NBA deildinni og lék hann um tíma með Clippers. Boban skoraði 13 stig í leiknum í gær og vann Rockets leikinn 116 – 105.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -