Níu slökkviliðsmenn slösuðust eftir sprengingu í Kaliforníu.
Í kröftugri sprengingu sem átti sér stað í Wilmington í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum slösuðust níu slökkviliðsmenn og þar af tveir alvarlega. Voru þeir á staðnum til að slökkva eld sem hafði komið upp í bíl snemma morguns á fimmtudag. Náðist atvikið á myndband og er í raun ótrúlegt að enginn hafi látist en ljóst er að þessi sprenging var öflug og má sjást jörðina hristast í myndbandinu.
Af þeim tveimur slökkviliðsmönnum sem slösuðust alvarlega er annar þeirra í lífshættu að sögn Kristin Crowley, slökkviliðsstjóra slökkviliðs Los Angeles.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.