Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Nýfædd stúlka hlaut skaða á höfði eftir að hafa fallið á gólfið í fæðingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sauma þurfti ellefu spor í höfuð nýfædds barns í Brasilíu eftir að það féll á gólfið í fæðingu.

Þann 6.maí leitaði Josian Pereira á sjúkrahús en hún var byrjuð í fæðingu á sínu öðru barni. Hún segist hafa grátbeðið um hjálp við komuna á fæðingardeildina en samt verið látin bíða í 40 mínútur.

Þegar hjúkrunarkona kom loks Josian til aðstoðar var henni tilkynnt að hún þyrfti að labba í annað rými. Josian sagðist finna fyrir höfði barnsins og gæti því ekki gengið, þá hafi hún verið neydd til þess að standa upp og ganga af stað.

Josian komst ekki langt áður en dóttir hennar kom út og féll á gólfið, hún hlaut skaða á höfði við fallið. Stúlkan far flutt á slysadeild þar sem hún gekkst undir aðgerð, hún var útskrifuð þann 11.maí.

Stúlkan er á batavegi og þykir heppni að ekki fór verr. Lögreglan í Brasilíu er nú með málið í rannsókn.

„Athyglin okkar er á henni, að hugsa um hana og halda ró okkar,“ sagði Josian.

Sauma þurfti höfuð stúlkunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -