Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Partí með Pence“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Íslands næstkomandi miðvikudag. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til mótmæla á Austurvelli síðdegis þann sama dag.

 

Dagskrá varaforsetans liggur ekki enn fyrir og verður hún ekki gerð opinber fyrr en rétt áður en Pence lendir. Gera má ráð fyrir að Air Force Two lendi að morgni miðvikudags. Fram hefur komið að forseti Íslands muni bjóða til hádegisverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi.

Þá hefur Mannlíf upplýsingar um að haldið verði viðskiptaþing þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna verða til umfjöllunar. Málefni norðurslóða verða einnig rædd en í frétt Reuters í vikunni kom fram að Pence muni ræða síaukin inngrip Rússlands og Kína á svæðinu við íslenska ráðamenn.

Það liggur ekki enn fyrir hvort Katrín Jakobsdóttir fái tækifæri til að setjast niður með Pence en það veltur á því hvort varaforsetinn sé tilbúinn til að framlengja dvöl sína, en héðan heldur hann í heimsókn til Bretlands og Írlands. Það vakti athygli fjölmiðla víða um heim að Katrín hafi valið að taka fund Norræna verkalýðssambandsins í Svíþjóð fram yfir heimsókn Pence.

Dagskrá á Austurvelli

Gera má ráð fyrir mikilli öryggisgæslu í kringum heimsókn Pence líkt og venjan er með heimsóknir æðstu ráðamanna Bandaríkjanna. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til samkomu á Austurvelli klukkan 17.30 á miðvikudaginn til að mótmæla bæði viðhorfum Pence og stefnu Bandaríkjanna. Yfirskrift mótmælanna er „Partí með Pence – stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.

- Auglýsing -

Að mótmælunum standa Samtök hernaðarandstæðinga, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, VG og Pírata, Menningar- og friðarsamtök kvenna, Samtökin 78, Trans Ísland og Femínistafélag HÍ. Að sögn Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, verða meginþemu mótmælanna friðarmál, málefni flóttamanna, umhverfsvernd, kvenréttindi og réttindi hinsegin fólks. Verið að er púsla saman dagskrá sem samanstendur af ræðum og tónlistaratriðum. Dagskráin verður kynnt frekar á næstu dögum.

Annar úr ríkisstjórn Trump

Sjaldgæft er að svo háttsettir embættismenn heimsæki Ísland. Þannig var Ronald Reagan síðasti forsetinn til að heimsækja Ísland á meðan hann sat í embætti. Það var árið 1986 en þremur árum áður hafði varaforsetinn George Bush eldri heimsótt landið. Bush kom reyndar aftur til Íslands eftir að hann lét af embætti forseta, rétt eins og Clinton-hjónin árið 2004. Pence er annar háttsetti embættismaðurinn úr ríkisstjórn Donalds Trump til að heimsækja landið en utanríkisráðherrann Mike Pompeo kom í opinbera heimsókn í byrjun árs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -