Föstudagur 14. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Pulitzer-blaðamaður segir Úkraínustjórn draga að sér fé – Kaupa eldsneyti af Rússum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórn Úkraínu með Volodymyr Zelensky í fararbroddi, hafa verið að kaupa olíu af Rússum með peningum frá Bandaríkjunum. Þessu heldur verðlaunaðu rannsóknarblaðamaður fram.

Verðlaunablaðamaðurinn Seymour Hersh er þekktur fyrir að hafa uppljóstað um My Lai fjöldamorðin í Víetnam-stríðinu, leynilegar sprengjuárásir Bandaríkjahers í Kambódíu og pyntingarnar á föngunum í Abu Ghraib í Írak svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir stuttu birti hann grein um að það hafi verið Bandaríkjamenn sem sprengdu North Stream 1 og 2, með hjálp Norðmanna, en ekki Rússar líkt og áður hafði verið gefið í skyn. Hlaut Hersh talsverða gagnrýni vegna greinarinnar þar sem hann vitnaði í nafnlausa heimildarmenn, nokkuð sem blaðamenn neyðast oft til að gera og hefur ekkert að gera með heimildarleysi.

Í nýrri grein hefur Hersh eftir nafnlausum heimildarmönnum að meðlimir ríkisstjórnar Volodymyr Zelenski í Úkraínu hafi dregið til sín gríðarlegar fjárhæðir sem yfirvöld í Washington sendu þeim til stuðnings í stríðinu gegn Rússlandi. Fjárhæðin sé um 50 milljarðar króna og stærstu sneiðina fékk Zelensky, samkvæmt Hersh.

Samkvæmt greininni fór hluti af fjárhæðinni í það að kaupa eldsneyti af Rússum sjálfum, sem nú græða á tá og fingri á viðskiptunum.

Hersh segir að forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjana, CIA, William Burns hafi fundað með Zelensky vegna spillingarinnar í janúar síðastliðinn í Kænugarði. „Skilaboð hans til Úkraínuforseta, var mér sagt af leyniþjónustumanni með beina vitneskju um fundinn, voru eins og úr mafíumynd frá 1950. Háttsettir hershöfðingjar og embættismenn í Kænugarði voru reiðir yfir því sem þeir litu á sem græðgi Zelensky en þetta sagði Burns við Úkraínuforseta, að væri vegna þess að „hann var að taka stærri hluta af lausafénu en var að fara til hershöfðingjanna,“ segir í grein Hersh.

Burns birti Zelensky lista yfir þrjátíu og fimm spilltra og háttsettra hershöfðingja og embættisbanna sem CIA vissi af sem og ríkisstjórn Bandaríkjanna. Tíu dögum síðar hafi Zelensky brugðist við pressunni frá Bandaríkjunum með því að reka opinberlega tíu af yfirlætisfyllstu embættismennina á lista CIA, án þess þó að gera annað.

- Auglýsing -

„Þeir tíu sem hann losaði sig við voru það ósvífnir að monta sig af peningunum sem þeir áttu — með því að keyra um Kænugarð á nýja Mercedes-bílnum sínum,“ sagði heimildarmaður Hersh við hann.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -