Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Rússneska leyniþjónustan drap aðgerðarsinna frá Belarús: „Pabbi var yndisleg manneskja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisborgari Belarús var myrtur í Karelíu í Rússlandi þegar fulltrúar rússnesku leyniþjónustunnar (FSB) gerðu tilraun til að handtaka hann vegna hryðjuverkaákæru, að því er rússneska ríkisfréttastofan Interfax greindi frá í dag og vitnaði í almannatengslamiðstöð FSB.

Að sögn FSB tilheyrði maðurinn Kastuś Kalinoŭski hersveitinni, sveit belarússneskra hermanna sem berjast fyrir Úkraínu. Stofnunin heldur því fram að maðurinn hafi ætlað að sprengja ríkisbyggingu, samkvæmt fyrirmælum frá úkraínsku leyniþjónustunni og að hann hafi verið „drepinn í skotbardaga“ eftir að hafa skotið á lögreglumenn við handtöku hans.

Fyrr í dag greindi Telegram-rásin Astra frá því að rússneskir foringjar FSB hefðu myrt 49 ára gamlan belarússneskan aðgerðarsinna að nafni Nikolai Alekseyev, í gær þann 6. mars og að hryðjuverkamál hefði verið höfðað gegn Alekseyev sama dag.

Sonur Alekseyev, Vlad, staðfesti við óháða fréttamiðilinn Nasha Niva frá Belarús, að faðir hans hafi verið myrtur. Að sögn Vlad ferðaðist móðir hans í líkhúsið í Karelíu þar sem yfirmenn FSB gerðu upptækan síma hennar.

„Pabbi var yndisleg manneskja. Hann hefði ekki getað skotið neinn,“ sagði Vlad. „Hann var mjög trúaður maður og bað stöðugt. Hann og ég fórum saman í kirkju.“

Nikolai Alekseyev tók þátt í fjöldamótmælum í Belarús í kjölfar forsetakosninga í landinu árið 2020. Hann var áberandi gagnrýnandi Alexanders Lukashenko, leiðtoga Belarús. Ekki er ljós hvers vegna hann var í Rússlandi þegar hann lést.

- Auglýsing -

Meduza sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -