Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Rússneska leyniþjónustan gerði húsleit hjá fjölda listamanna – Meðlimir Pussy Riot yfirheyrðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leyniþjónustan í Rússlandi réðust inn á heimili listamanna og aðgerðasinna um allt land í fyrradag.

Þann 12. mars réðust fulltrúar leyniþjónustu Rússlands (FSB) og lögreglumenn inn á heimili listamanna og aðgerðarsinna um allt land. Margir listamannanna voru í kjölfarið færðir til yfirheyrslu. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Network Freedoms, gætu aðgerðir FSB tengst landráðsmáli gegn Pyotr Verzilov, meðlimi Pussy Riot og fyrrverandi útgefanda Mediazona, sem segir að hann hafi gengið til liðs við úkraínska herinn. Mannréttindasamtökin Department One telur hins vegar að rússnesk yfirvöld séu að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana þar sem þau eru hrædd um að þessir „óútreiknanlegu“ listamenn gætu valdið uppnámi í komandi forsetakosningum í landinu.

Fulltrúar FSB leituðu á heimilum listamanna og aðgerðasinna í fjöldi borga víðsvegar um Rússland á þriðjudag, samkvæmt skýrslum frá óháðum útgáfum og Network Freedoms. Margir listamannanna voru færðir til yfirheyrslu og í kjölfarið látnir lausir. Mannréttindafrömuðir greindu frá því að sumar leitirnar hafi verið leyfðar af Lefortovo-dómstólnum í Moskvu samkvæmt grein rússnesku hegningarlaga fyrir landráð.

Snemma á þriðjudag komu yfirmenn FSB í íbúð listakonunnar og aðgerðarsinnans Katrin Nenasheva og vinkonu hennar Natalya Chetverio í St. Pétursborg. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa neitað að lesa upp úrskurðinn og leituðu í íbúð þeirra. Í kjölfarið var Nenasheva flutt til yfirheyrslu í ómerktum bíl. Chetverio sagði að Nenasheva hafi verið leidd inn sem vitni í landráðsmáli.

Lögreglan í Sankti Pétursborg framkvæmdi einnig húsleitir á heimilum listakonunnar Sasha Blot og meðlima listahópsins Yav, samkvæmt Network Freedoms. Í Moskvu handtóku lögreglumenn vin götulistamannsins Philippenzo (Filipp Kozlov), sem fór frá Rússlandi á síðasta ári vegna sakamáls sem höfðað var á hendur honum vegna and-stríðslistaverks sem hann bjó til. Rússneska listaktívistahópurinn Party of the Dead sagði einnig frá því að yfirmenn FSB í Sankti Pétursborg hefðu tekið meðlim þeirra, Kristinu Bubentsova og eiginmann hennar á brott eftir leit.

Á sama tíma var listamaðurinn Ilya Mozgi færður til yfirheyrslu í Katrínarborg, eftir að lögregla gerði húsleit á heimili hans. Í Úljanovsk var listamaðurinn Yegor Kholtov einnig handtekinn eftir leit. Þá voru listamennirnir Artyom Filatov og Andrey Olenev fluttir til yfirheyrslu í Nizhny Novgorod, en þeim síðan sleppt í kjölfarið.

Lögreglan í Samara leitaði einnig á skráð heimilisfang listamannsins Denis Mustafin. Sem stendur býr móðir hans þar en tölvan hennar var gerð upptæk, sagði Mustafin við OVD-Info fréttamiðilinn. Anastasia Mikhailova, vinkona fangelsaða aðgerðasinnans Pavels Krisevich, sagði einnig að húsleit hefði verið gerð í íbúðinni hennar.

- Auglýsing -

Sama dag réðust fulltrúar inn á heimili Pussy Riot-meðlimanna Margaritu Konovalova, Olgu Kuracheva og Olgu Pakhtusovu. Lögreglumenn tóku Kuracheva til yfirheyrslu og enn er óljóst hvar Pakhtusovu er niðurkominn. Network Freedoms greindi frá því að móðir Pyotr Verzilov, meðlims Pussy Riot og eins af stofnendum Mediazona, hafi einnig verið skotmark í leitinni.

Samkvæmt Network Freedoms gætu húsleitirnar tengst landráðsmáli gegn Verzilov, sem fór frá Rússlandi árið 2020. Í byrjun október 2023 sagði Verzilov í viðtali við rússneska YouTube-stjörnuna Yuri Dud að hann hefði gengið til liðs við úkraínska herinn. Rússneskur dómstóll dæmdi síðar Verzilov, í fjarveru hans, í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa „falsfréttum“ um rússneska herinn. Þann 11. mars, sendi þó dómstóll í Moskvu málið til endurupptöku vegna „réttarfarsbrota“.

Mannréttindasamtökin Department One telur að leitirnar tengist komandi forsetakosningum í Rússlandi frekar en máli Verzilovs, þar sem ekki séu öll skotmörk leyniþjónustunnar tengd honum né þekki hann. Samkvæmt Departmen One telja rússnesk yfirvöld aðgerðarsinna og litsamenn vera „óáreiðanlega þætti“ þar sem „ekki er hægt að spá fyrir um hegðun þeirra“.

- Auglýsing -

Rússneski útlagamiðillinn Meduza sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -