Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.1 C
Reykjavik

Sá látinn eiginmann sinn í nýrri auglýsingu veitingastaðar – „Guð minn góður, þetta er Harry“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Spice Cottage, í þorpinu Westbourne, West Sussex, birti myndband á Facebook-síðu sinni í síðustu viku sem sýndi borð full af matargestum sem gæða sér á uppáhaldsréttunum sínum. Í athugasemdum við myndbandið spurði ein undrandi kona hvenær myndefnið var tekið upp vegna þess að hún sagðist hafa séð látinn eiginmann sinn og son hans meðal matargesta, en maðurinn lést árið 2014.

Lucy Watson, 59 ára, sagðist „samstundis“ hafa komið auga á eiginmann sinn Harry Doherty – sem var  margverðlaunaður blaðamaður. Fröken Watson tjáði sig um myndbandið sem sett var á Spice Cottage Facebook-síðuna 16. janúar, ásamt yfirskriftinni: „Nýtt ár, ný stemning! Undanfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum að því að gera matarupplifunina okkar enn eftirminnilegri.
„Vertu með okkur og fáðu fullkomna blöndu af stórkostlegum bragðtegundum, með klassískum og einstökum réttum innblásnum af fornum fjölskylduuppskriftum. Í athugasemdunum spurði fröken Watson: „Hversu gömul er myndefnið? látinn eiginmaður minn og sonur hans eru í fyrsta skoti og hann lést árið 2014??“.
Eigendur veitingastaðarins fullyrtu að myndbandið hefði verið tekið upp fyrr í mánuðinum og væri ekki níu ára gamalt.

Atburðinum hefur verið líkt við John Darwin sem falsaði sinn eigin dauða á sjó í líftryggingarsvindli. Eftir að fjöldinn allur af notendum samfélagsmiðla tjáði sig um hugsanlegar skýringar eða fáránlegar samsæriskenningar vísaði Fröken Watson þeim á bug og sagði að eiginmaður hennar væri „samstundis auðþekkjanlegur“ í myndbandinu.

Fröken Watson sagði við MailOnline: „Ég nota í raun ekki Facebook fyrir utan að þvælast fyrir vinum eða ná í fólk. Ég var að fletta í gegnum síðuna þegar myndbandið birtist. Á sama augnabliki og ég sá myndbandið hugsaði ég „Ó Guð minn góður – þetta er Harry“. Það var svo samstundis. Ég þurfti ekki einu sinni að hugsa. Það var enginn vafi í mínum huga að þetta var maðurinn minn. Ég gat ekki gert hlé á myndbandinu svo ég þurfti að spila það um 30 sinnum og í hvert skipti var ég öruggari.“

Þá sagði hún að eiginmaður hennar hafi sérstakt útlit, sterklega byggingu og hvítt hár, en heldur hún því fram að veitingastaðurinn hljóti að nota gamalt myndefni. Fröken Watson bætir við: „Það er aldrei svona mikið að gera þarna lengur, það er vandamálið. Þeir hafa augljóslega sett þetta inn til að lokka að viðskiptavini.“ Hún sagðist vera algjörlega undrandi yfir viðbrögðum veitingastaðarins og þeim brjáluðu kenningum sem haldnar eru fram á samfélagsmiðlum. Þá sagði hún að eiginmaður hennar hafi dáið árið 2014 og enginn vafi sé á því. Hún minntist þess þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á meðan hann beið eftir lifrarígræðslu en Harry lést áður en hann komst í aðgerðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -