Hljómsveitin Martyrdom biðst afsökunar á ótrúlegu atviki.
Svartmálmshljómsveitin Martyrdom hafa gefið út yfirlýsingu á atviki sem kom upp á tónleikum þeirra í Houston í Texas í seinustu viku. Þá ákváðu meðlimir sænsku sveitarinnar að henda afsöguðu svínshöfði, af alvöru svíni, í áhorfendur og náðist þessi uppákoma á myndband.
Áhorfendur tók vægast sagt ekki vel í þetta og var mikið öskrað á tónleikunum vegna þessa máls. Hljómsveitin hefur nú beðist afsökunar á þessu og segjast ekki hafa ætlað sér að móðga eða særa neinn. Ekki liggur fyrir hvort að hljómsveitin verður kærð fyrir dýraníð.
Hægt er horfa á myndband af atvikinu hér.