Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sat saklaus í fangelsi í 28 ár fyrir morð sem hann framdi ekki: „Þakka þér fyrir. Þú ert frjáls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómari í Missouri í Bandaríkjunum ógilti í gær sakfellingu yfir manni sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tæpum 28 árum síðan. Maðurinn, Lamar Johnson var dæmdur fyrir morð, en hefur hann alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Lamar, sem nú er fimmtugur, lokaði augunum og hristi höfuðið örlítið þegar meðlimur lögfræðiteymis hans klappaði honum á bakið er David Mason, dómari, kvað upp úrskurð sinn.

Í ákvörðun sinni útskýrði Mason dómari að það yrðu að vera „áreiðanleg sönnunargögn um raunverulegt sakleysi – sönnunargögn svo áreiðanleg að þau séu skýr og sannfærandi.“

Johnson gekk út úr dómshúsinu frjáls maður eftir að hafa verið leiddur inn í dómssalinn í handjárnum fyrr um daginn. Í samtali við blaðamenn þakkaði hann öllum þeim sem unnu að málinu sem og dómaranum. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Johnson, sem svaraði engum spurningum að því sögðu.

Lamar sat saklaus í fangelsi í 28 ár

Lögfræðingur Johnsons, Kim Gardner, lagði fram tillögu í ágúst þar sem hún fór fram á að Johnson yrði látinn laus eftir rannsókn sem lögmannsstofa hennar framkvæmdi en niðurstaðan sannfærði hana um að hann væri að segja satt. Kim fagnaði úrskurðinum. „Herra Lamar Johnson. Þakka þér fyrir. Þú ert frjáls,“ sagði hún í samtali við fjölmiðlyrir fjölmiðlum við dómstólinn í Missouri, í miðvesturhluta Bandaríkjanna við fagnaðarlæti viðstaddra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -