Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sex ungmenni særð eftir skotárás í Texas – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna fyrir níu ára gamlan strák í Fort Worth í Texas þegar húsið hans varð fyrir skotárás fyrr í maí en alls var fjórum skotum skotið í hús stráksins. Slapp strákurinn alveg ómeiddur. Viðbrögð stráksins eru sögð hafa verið til fyrirmyndar en um leið og hann heyrði skothljóðin beygði hann sig niður í sófanum sem hann sat í og kom sér fljótt í skjól.

Því miður sluppu sex önnur ungmenni ekki jafn vel og strákurinn en myndavél fyrir utan húsið náði skotárásinni á upptöku. Hægt er að horfa á upptökuna hér en við vörum við efni myndbandsins.

„Ég er glaður að ég varð ekki fyrir skoti en mér líður illa vegna krakkanna sem voru skotinn,“ sagði níu ára strákurinn í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum en ekkert ungmennanna er talið í lífshættu eftir skotárásina.

Samkvæmt lögreglunni í Fort Worth keyrðu árásarmennirnir rauðum Kia Soul framhjá hópnum þegar þeir hófu skotárásina en ekki neinar handtökur hafa verið gerðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -