Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Skaut nágranna sinn til bana fyrir framan fjölskyldu hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prestur í Las Vegas lést eftir að nágranni hans skaut hann til bana skammt frá heimili sínu. Presturinn, Nick Davi(46), hafði átt í deilum við nágranna sinn, Joe Junio(36). Junio hafði reiðst eftir að presturinn sendi inn kvörtun vegna hennar til samtaka húseigenda.

Samkvæmt frétt New York Times hafði fjölskyldan verið hrædd við Junio og meðal annars flutt af heimilinu og dvalið annarsstaðar um tíma. Daginn örlagaríka var Nick Davi á leið frá heimili sínu ásamt eiginkonu og tveimur börnum þegar Junio ók upp að bifreið þeirra og fór út úr bílnum. Þegar Davi og eiginkona hans stigu út úr bifreiðinni skaut Junio þau bæði en börn hjónanna, 12 og 15 ára, urðu vitni að árásinni.

Junio var handtekin á vettvangi

Hjónin voru flutt á sjúkrahús þar sem Davi lést en eiginkona hans er sögð á batavegi.  Junio var handtekin á vettvangi en hún hefur verið ákærð fyrir morð, tilraun til manndráps og vanrækslu barna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -