Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Starfsmenn Boeing efast um sjálfsvíg uppljóstrarans: „Hann eignaðist nokkuð valdamikla óvini“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn Boeing segja að uppljóstrarinn John Barnett hafi „eignast valdamikla óvini“ fyrir hans meinta sjálfsvíg en furðulegt misræmi í lögregluskýrslu hans hefur komið í ljós.

Uppljóstrarinn fannst látinn í pallbíl sínum í Charleston í Suður Karólínu þann 9. mars síðastliðinn en bílnum var lagt á bílaplani hótels, sama morgun og hann átti að ljúka einkaframburði í málsókn gegn þotufyrirtækinu, sem hann hafði starfað hjá lengst af.

Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Charleston, hafði hann framlengt dvöl sinni á Holiday Inn til 8. mars og sást í öryggismyndavélum yfirgefa hótelið þann morgun. Þrátt fyrir það staðfesti starfsfólk hótelsins við New York Post, að John hefði borðað kvöldmat á hótelinu um kvöldið. Í lögregluskýrslunni kemur einnig fram að ökuskírteini Johns hafi enn verið á hótelherbergi hans er hann fannst með skotsár á höfði og skammbyssu í hendinni daginn eftir.

Lögmenn Johns fóru að fá áhyggjur þegar þeir náðu ekki í hann í síma og báðu um velferðarathugun. Starfsfólk hótelsins fundu líka Barnett í pallbílnum og lét lögregluna vita. Rannsókn á andláti hans er enn í rannsókn.

Starfsmenn Boeing verksmiðjunnar þar sem Barnett hafði unnið þar til hann hætti árið 2017, segja að samfélagið sé í sjokki. Einn starfsmaðurinn, sem ræddi við The New York Post en vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að starfsfólk sé skeptísk á dánarorsök Barnetts, sem í fyrstu hefur verið sögð sjálfsvíg. „Í fæ í raun verk í magann vegna þess sem hann hefur verið að segja og hann er dáinn núna. Kannski drap hann sjálfan sig,“ sagði heimildarmaðurinn. Og hélt áfram: „Ég veit ekki hverju ég á að trúa. Við tölum í raun ekki um þetta við færibandið. Það eru myndavélar á okkur um leið og við komum inn í bygginguna. Þeir heyra í okkur. Þannig að enginn talar um þetta í vinnunni. Fjöldi fólks er skeptískt, því hann eignaðist nokkuð valdamikla óvini.“

Annar starfsmaður Boeing ræddi við The New York Post. „Ekkert kemur mér á óvart þegar það snýr að Boeing. Þetta er góð vinna en þú verður að halda þér á mottunni. Ef þú gerir það ekki, þá vinnurðu þar ekki lengur.“

- Auglýsing -

Boeing brást ekki beint við fyrirspurn fjölmiðilsins um efasemdir starfsmannanna en sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Við erum sorgmædd yfir andláti herra Barnett og hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum.“

Lögreglan hefur ekki gefið til kynna að Boeing sé rannsakað eða sé grunað um brot.

Starfsfólk Holiday Inn, sem ræddi við The New York Post sagði að Barnett hefði borðað quesadilla, drukkið kók, skrollað í síma sínum og virtist fínn, kvöldið áður en hann fanns látinn. „Ég hugsaði ekkert um hann fyrr en ég heyrði fréttirnar daginn eftir. Hann virtist alls ekkert í uppnámi,“ sagði hótelstarfsmaðurinn.

- Auglýsing -

John Barnett var gæðastjóri hjá Boeing í meira en þrjá áratugi, þar til hann hætti árið 2017. Tveimur árum síðar sagði hann BBC frá því að fyrirtækið auðveldaði sér lífið með því að flýta sér að koma 787 Dreamliner þotum sínum úr framleiðslulínunni og í notkun. Í fjöldi viðtala lýsti hann því hvernig hann hefði kvartað innan fyrirtækisins um það sem hann taldi vera alvarlega galla í öryggismálum. Sagði hann að Boeing hefði ekki gert neitt í ábendingum sínum, sem hafi neitt hann til þess að koma fram opinberlega þar sem hann krafðist nákvæmra rannsókna. „Við þurfum meiri upplýsingar um það hvað kom fyrir John,“ sögðu lögmenn hans, Robert Turkewitz og Brian Knowles í yfirlýsingu í gær. „Lögreglan í Charleston þarf að rannsaka þetta að fullu og af nákvæmni og upplýsa almenning. Við sáum engar vísbendingar um að hann myndi taka sitt eigið líf. Enginn trúir þessu. Það þarf að snúa við hverjum einasta steini.“

Steve Chancellor, sem skrifað hefur tvær bækur um sviðsetta glæpavettvanga og rekur þjálfunar og ráðgjafafyrirtækið Second Look Training and Forensic Concultic, segir að aðeins um 25 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg með byssu, haldi á byssunum eftir andlát. „Bara sú staðreynd að byssan var enn í hendi hans, ég myndi draga athyglina að því,“ sagði hann við TNP. Og hélt áfram: „Vegna þess að oft þegar einhver er að láta morð líta út eins og sjálfsvíg, gera þeir þau mistök að setja byssuna í hönd þess látna.“

Í lögregluskýrslunni kemur fram að „hvítur pappír sem líkist mjög miða“, hafi fundist á vel sýnilegum stað í farþegasætinu en innihald þess hefur ekki verið kunngjört.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -