Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Svart Typpi vekur mikla athygli í NBA-deildinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhugavert atvik átti sér stað eftir leik í NBA-deildinni um helgina. Í einum leiknum áttust við liðin Toronto Raptors og Orlando Magic og sigraði Magic viðureignina með 111 stigum gegn 96 stigum. Eftir leikinn sáust leikmennirnir Gradey Dick og Anthony Black ræða saman en báðir leikmennirnir eru að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni.

Þeir ákváðu að bregða á leik og skiptast á treyjum en slíkt er algengt eftir NBA-leiki en vakti mynd sem var tekinn af þeim með treyjurnar athygli vestanhafs sökum eftirnafna þeirra.

Gradey Dick hefur í viðtölum neitað að hafa haft eitthvað grín í huga. Hann hafi þekkt Anthony Black lengi og hann hafi einfaldlega viljað skiptast á treyjum við hann. Ef marka má viðbrögð internetsins eru hins vegar fáir sem trúa honum í þessu máli.

Orlando Magic er þessa stundina í 4. sæti í austurstrandariðli NBA-deildarinnar en Toronto Raptors í 12. sæti þegar stutt er í úrslitakeppnin byrji.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -