Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tate handtekinn vegna gruns um mannsal: „Svona gerist ef maður endurvinnur ekki pítsakassana sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrew Tate, fyrrum kickbox-bardagamaður, karlremba og ofbeldismaður, hefur nú verið handtekinn ásamt bróður sínum, í Rúmeníu vegna gruns um mannsal og fleiri brot. Var það pítsakassi sem varð honum að falli.

Sagt var frá snilldarsvari Gretu Thunberg í frétt Mannlífs í gær en þá hafði téður Tate skotið á umhverfissinnan ungan með heldur glataðri færslu á Twitter þar sem hann birti mynd af sér með sportbíl og sagðist eiga 33 bíla og gaf upplýsingar um „gríðarlega losun“ þeirra. Spurði hann svo Gretu um tölvupóstfang hennar svo hann gæti gefið henni frekari upplýsingar. Svaraði hún á frábæran hátt en tilsvar hennar er eitt mest „lækaða“ færslan í sögu Twitter. Lesa má um svarið hér.

Andrew Tate gerði mislukkaða tilraun til að svara Gretu með því að birta myndband af sér þar sem hann reykir vindil klæddur sloppi. Segir hann Thunberg að „fá sér líf“ áður en manneskja réttir honum stafla af pítsakössum. Spaugaði hann með það að hann ætlaði sér ekki að endurvinna pítsakassana.

Ef þetta var ekki nógu glatað svar hjá Tate, þá urðu pítsakassarnir til þess að lögreglan í Rúmeníu, sem fylgst höfðu grant með honum vegna gruns um mannsal, nauðgun og fleiri glæpi, tóku eftir nafni pítsastaðarins. Jerry´s pizza er nefnilega rúmensk pítsakeðja og fékk lögreglan því staðfestingu á að Tate væri þar í landi. Og lögðu til atlögu. Var Tate handtekinn ásamt bróður sínum og tveimur Rúmenum en eru þeir taldir hafa stofnað skipulagðan glæpahóp í þeim tilgangi að ráða konur, hýsa og arðræna þær með því að neyða þær til að búa til klámfengið efni sem hægt væri að nálgast á sérhæfðum vefsíðum gegn greiðslu.“

Greta Thunberg ákvað að sparka í líkið með laufléttu skoti á Twitter: „Svona gerist ef maður endurvinnur ekki pítsakassana sína.“ Thunberg 2 – 0 Tate.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -