Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Þrjúhundruð rússneskir læknar skora á Pútín: „Við krefumst þess að pynting Alexey Navalny endi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 300 rússneskir læknar sendu Vladimir Pútín opið bréf til bjargar Alexei Navalny sem sætir pyntingum í fangelsi.

Þann níunda janúar síðastliðinn birtist færsla á Twitter-síðu Alexey Navalny með fréttum af honum. Navalny var einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimirs Pútín forseta en var árið 2021 dæmdur í 11,5 ára fangelsi fyrir fjárdrátt og fleira, sem talið er að séu upplognar sakir. Í færslunni segir að Navalny hafi verið færður til refsivistar á gamlárskvöld, í tíunda skiptið í röð. Kemur þetta fram í rússneska netmiðlinum Meduza. Þar segir að þrátt fyrir að reglan í fangelsinu sem Navalny dvelur í, sé sú að menn geti aðeins dvalið í einangrun í 15 daga, fari fangelsisyfirvöld á svig við þá reglu með því að læsa hann inni í mismunandi „refsiklefa“ hvað eftir annað. Það sem verra er, samkvæmt lögmanni Navalny, Vadim Kobzev, er hann látinn hýrast í „refsiklefa“ fárvekur „með hita, hroll og hósta.“ Á sama tíma neitar fangelsisyfirvöld að koma lyfum til hans, hvorki með pósti né heimsóknum.

Tveir rússneskir læknar, þeir Alexander Polupan og Alexander Vanyukov hafa gríðarlegar áhyggjur af heilsu Navalnu og hafa nú safnað undirskriftum við opið bréf frá rússneska heilbrigðissamfélaginu til Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Í bréfinu, sem birtist á Facebook, krefjast læknarnir að „pyntingin á Navalny verði stöðvuð.“ Rúmlega 300 læknar hafa skrifað undir bréfið. Hér fyrir neðan má lesa bréfið í íslenskri þýðingu Mannlífs.

„Herra forseti,

Við skrifum sem meðlimir heilbrigðissamfélagsins og sem rússneskir borgarar. Okkar starf felst í því að annast fólk og lina þjáningar þess. Við getum ekki og höfum engan rétt til þess að líta framhjá þeim vísvitandi skaða sem verið er að valda heilsu stjórnmálamannsins Alexey Navalny í Penal Colony númer 6 í alríkisfangelsiskerfinu í Vladimir héraðinu.

Hver borgari hins rússneska ríkis á rétt, samkvæmt 41. grein stjórnarskrár Rússlands, á heilbrigðisþjónustu og læknisaðstoð. Samkvæmt alríkislögum „um grundvallaratriði heilbrigðisþjónustu fyrir borgara í Rússlandi,“ á manneskja sem er í ríkisforsjá eða afplánar fangelsisdóm, rétt á heilbrigðisþjónustu, þar með talið aðgang að sjúkrastofnunum ríkis og sveitarfélaga. Aðstæður Alexey Navalny og útlit hans, vekur hjá okkur miklar áhyggjur af heilsu hans og líf. Synjun fangelsisyfirvalda á að koma nauðsynlegum lyfjum til Alexey skapar beina ógn við líf rússnesks ríkisborgara, Alexey Navalny. Frá læknisfræðilegu sjónarhorni séð er augljóst að Alexey er ekki að fá viðeigandi læknisaðstoð og það að halda honum í refsiklefa gengur algjörlega í berhögg við heilsuþarfir manns í hans ástandi.

- Auglýsing -

Við krefumst þess að pynting Alexey Navalny endi; við krefjumst þess að Alexey verði eki lengur látinn dvelja í refsiklefa; við krefjum þess að almennir læknar fái að hitta hann og koma honum á almenna heilsugæslu í því skyni að heilsa hans og meðferð verði að fullu metin.

Við krefjum þess að réttur Alexey Navalny til viðeigandi læknisaðstoðar verði virtur í samræmi við lög stjórnarskrár Rússlands, hvers ábyrgðarmaður þú ert.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -