Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Þungar árásir á enn eitt sjúkrahúsið á Gaza: „Það er verið að miða á alla sem reyna að flýja út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nebal Farsakh, talsmaður palestínska Rauða hálfmánans (PRCS), sagði í samtali við Al Jazeera að Nasser sjúkrahúsið í Khan Younis, rétt eins og öll sjúkrahúsin í suðurhluta Gaza, sætti nú harðri árás.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti. Á síðustu vikum voru nokkrar skotárásir og sprengjuárásir á svæði Al-Amal sjúkrahússins í Khan Younis. Þá voru gerðar árásir á höfuðstöðvar Rauða hálfmánans í Palestínu með stórskotaárásum, sem bókstaflega eyðilagði þrjár hæðir og drap að minnsta kosti sjö manns inni í byggingunni,“ sagði hún frá Ramallah.

Farsakh sagði að báðar stöðvarnar sættu nú umsátri og að þar sé algjört fjarskiptaleysi.

Sjúkrabílar geta ekki brugðist við útköllum slasaðra á svæðinu. „Ástandið þar er gríðarlega hættulegt, þeir heyra öflugar sprengjuárásir á svæðinu. Það er verið að miða á alla sem reyna að flýja út eða bara ganga um götuna.“

Al Jazeera sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -