Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Túrtappar af skornum skammti í Bandaríkjunum – „Tíðavörur eru ekki lúxusvara…“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tíðavörur eru ekki lúxusvara, og ef við verslum einungis nauðsynjar, á núverandi tímapunkti, komust við langleiðina í að mæta þörfum fleiri einstaklinga“, segir Elise Joy, stofnandi og framkvæmdastjóri,  US charity Girls Helping Girls Period

Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem neytendur túrtappa deila reynslu sinni. Erfitt hefur reynst að finna túrtappa í hillum verslana þar ytra og verðhækkanir á vöruflokknum sagðar augljósar.  BBC.com fjallaði um málið.

 

Afleiðingar vegna Covid og stríðs

Almannatengill fyrir Edgewell Personal Care sem framleiðir meðal annars OB túrtappana segir vöruskortinn vera vegna framleiðsluröskunar sem varð vegna tveggja bylgja af ómíkronafbrigðinu, í lok árs 2021 og byrjun árs 2022.

Stríðið í Úkraínu hefur haft þau áhrif að hráefni, m.a. bómull og plast, sem notað er í hreinlætisvörur hefur hækkað í verði. Auk þess getur vöruskortur geti ýtt verðinu enn frekar upp.

- Auglýsing -

Framleiðendur vinna hörðum höndum til að sporna við viðvarandi vöruskorti.

Biðlað er til almennings að kaupa einungis það sem þá vantar og að sleppa því að birgja sig upp af vörum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -