Laugardagur 18. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Tvær af þyngstu konum heims misstu 500 kíló eftir skilnaði við eiginmenn: „Kannski breytist hann “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær af feitustu konum í heimi, Christina Phillips og Zsalynn Whitworth , losuðu sig samanlagt við ríflega 500 kíló eftir skilnað við ofbeldisfulla eiginmenn sína.

Konurnar komu fram í þáttunum „600 punda líf mitt“ en þeir fjalla um líf einstaklinga í mikilli ofþyngd. Christina var þá um 320 kíló en Zsalynn 272 kóló. Snerist þátturinn mikið til um löngun kvenna í ofþyngd til þess að eignast börn og hvort aðgerð þyrfti til að aðstoða þær við þyngdarmissinn. Konurnar voru báðar á þeim stað að eiga eiginmenn sem vildu ekki sjá kílóin fara, þær þurftu því að ákveða hvort þær héldu áfram óheilbrigðum lífstíl sem myndi að öllum líkindum draga þær til dauða eða missa maka sína.

Margar kvennana voru rúmliggjandi og ekki færar um að hugsa um sig sjálfar, eiginmenn þeirra voru þá margir í því hlutverki að hjúkra konum sínum.

Eiginmaður Zsalynn, Gareth, var algjörlega mótfallinn því að sjá hana missa kíló, hann viðurkenndi að það sem heillaði hann aðallega við konu sína væri þyngdin, að honum þætti stærri konur aðlaðandi.

Þegar Zsalynn tók ákvörðun um að breyta lífi sínu til hins betra, var eiginmaður hennar allt annað en stuðningsríkur. Hann sá að mestu um þarfir Zsalynn, hún þurfti aðstoð við allar daglegar þarfir. Þegar hún bað mann sinn um að kaupa fyrir hana salat, neitaði hann. „Ég er ekki að fara að kaupa fyrir þig salat. Ef þú villt borða gras geturðu farið út í garð.“ Gareth hélt áfram að kaupa skyndibita og tók ekki þátt í því að aðstoða Zsalynn við þyngdarmissinn.

Zsalynn áttaði sig fljótt á því að tilraunir hennar til að halda í eiginmann sinn væru að drepa hana. „Ég átta mig á því að ég hafi lifað í lygi sem var rólega að drepa mig. Stór stærð getur ekki verið fallegt ef það leiðir til þess að dóttir mín eigi enga mömmu. Hann hafði enga hugmynd um hversu nálægt dauðanum ég var komin.“

- Auglýsing -

Þrátt fyrir mótmæli eiginmanns síns, fór Zsalynn í magaermisaðgerð og losaði sig við rúm 270 kíló. Henni fór að líða betur, bæði líkamlega og andlega. Þrátt fyrir það var Gareth ósáttur, hann vildi hafa hana feita. „Það er kominn tími til þess að horfast í augu við það að þetta er búið. Hann hefur ekki fundið mikið jákvætt við breytingarnar,“ sagði Zsalynn og hélt áfram: „Ég held að ég eigi skilið öðruvísi ást. Kannski breytist hann einn daginn.“ Zsalynn flutti frá eiginmanni sínum og býr nú í Texas með dóttur sinni.

Christina Phillips kom fram í sama þætti og Zsalynn. Henni var sagt að ekki væri möguleiki fyrir hana að fara í magaermisaðgerð, hún þyrfti fyrst að léttast en hún var þá rúmlega 320 kíló. Hún sagðist vera fangi eigin líkama. Eiginmaður hennar Zach, var ekki tilbúinn að styðja hana. Að lokum fóru þau hvor í sína áttina. Christina segist finna fyrir frelsi eftir skilnaðinn, að hún geti gert allt sem hana langar til en eftir nokkurn þyngdarmissi, fór hún í aðgerðina. Hún er nú um 83 kíló og á von á öðru barni sínu á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -