Miðvikudagur 12. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Tveggja barna móðir hvarf sporlaust: „Við viljum bara fara út og leita að mömmu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nicola Bulley er 45 ára, tveggja barna móðir. Hennar hefur verið saknað í viku en hún hvarf sporlaust þegar hún fór í gönguferð með hundinn sinn í bænum St Michael’s-on-Wyre í Bretlandi. Búið er að kemba stór leitarsvæði en ekkert komið í ljós sem gæti sagt til um hvarf hennar. Hundurinn fannst fyrr í vikunni, hann var enn með ólina á sér, röltandi um í skóglendi. Sími Nicolu fannst á bekk á sama svæði.

„Það er liðin vika og við erum engu nær. Við lendum allsstaðar á vegg. Við ætlum ekki að missa vonina en það er líkt og jörðin hafi gleypt hana,“ sagði eiginmaður Nicolu, Paul Ansell, í samtali við Sky News.

Paul segist halda andliti fyrir dætur hjónana en þær eru sex og níu ára gamlar. Nicola sýndi enga óeðlilega hegðun fyrir hvarfið, tveir aðilar sögðu lögreglu að þeir hafi hitt Nicolu í göngunni og átt við hana samtal. Hún virtist glöð og kát. Dætur hennar eru sagðar niðurbrotnar og ekki skilja hvers vegna þær mega ekki aðstoða við leitina að móður sinni.„Við viljum bara fara út og leita að mömmu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -