Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Virtur blaðamaður um hryllinginn á Gaza: „Hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að vera Ísraeli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn margverðlaunaði blaðamaður Gideon Levy, segist aldrei hafa skammast sín jafn mikið að vera Ísraeli og akkurat núna, þegar þjóðarmorð á Palestínumönnum er að eiga sér stað fyrir fyrir allra augum.

Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy sagði á dögunum að hann hefði aldrei skammast sín jafn mikið fyrir að vera Ísraeli og akkurat núna. Þessi orð lét hann falla á World Forum-ráðstefnu fyrir nokkrum dögum. Levy hefur lengi skrifað fréttir af mannúðarbrotum Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu en árið 2021 hlaut hann æðstu blaðamannaverðlaun Ísrael, Sokolov Award fyrir blaðamennsku.

Í stuttu myndskeiði frá World Forum-ráðstefnunni sem haldin var fyrir skömmu, kemur hann með tölfræðistaðreyndir um það sem er að gerast á Gaza.

„Á þessum klukkutíma munu fjögur palestínsk börn vera drepin á Gaza. Síðustu tvo mánuði hefur barn verið drepið á fimmtán mínútna fresti. Á þessum klukkutíma verða að minnsta kosti 10 Palestínumenn vera drepnir á Gaza. Að minnsta kosti 20, 30 eða 40 munu missa heimili sitt fyrir fullt og allt. Nú er klukkan á Gaza 18:10. Börn, fullorðnir, gamlingjar, veikt fólk, eru nú að leita að skjóli fyrir nóttina. Við verðum að horfast í augu við það tilfinningalega fyrst og fremst, því allar þessar stjórnmálagreiningar og spurningar um lagalega þáttinn, eru mjög mikilvægar. En við verðum að muna að á meðan við sitjum hér eru hörmungar að eiga sér stað. Ég er alltaf að sjá myndirnar [frá Gaza, innskot blaðamanns] og hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að vera Ísraeli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -