Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Vitni í máli Madeleine McCann stígur fram: „Hann fullvissaði mig um að barnið myndi ekki skaðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn grunaði í hvarfi Madeleine McCann, er sagður hafa unnið á tapasbarnum sem foreldrar stúlkunnar borðuðu kvöldmat á daglega í fríi þeirra á Algarve. Breti sem bjó á svæðinu segist hafa heyrt af barnaránsáætlun viku áður en stúlkan hvarf.

Christian Brueckner hafði að sögn unnið á barnum þar sem Kate og Gerry McCann voru að borða með vinum kvöldið sem hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf í maí 2007. Hinn 47 ára gamli Brueckner á nú yfir höfði sér réttarhöld í Þýskalandi, sakaður um kynferðisglæpi sem ekki tengjast McCann málinu.

Samkvæmt breskum manni, Ken Ralphs, sem bjó í suðurhluta Portúgal þegar Madeleine litla hvarf, segir að Brueckner hafi planað að ræna ungri stúlku og selja pari sem ekki gat eignast börn. Segist hinn 59 ára Breti halda að Brueckner og félagi hans hafa að endingu farið eftir planinu og rænt Madeleinie úr svefnherbergi hennar á hótelinu.

Ralphs sagði í samtali við fjölmiðla að hann hefði grunað að glæpamennirnir hefðu „misst kjarkinn“ þegar kom að því að selja hana eftir að hafa séð víðtæka umfjöllun um hvarf hennar um allan heim. Ralphs sagðist hafa farið til portúgölsku og bresku lögreglunnar á sínum tíma með grunsemdir sínar. Hann segist hafa fengið misvísandi frásagnir frá báðum um hvort ábendingar hans hafi verið rannsakaðar. Brueckner, sem situr nú í fangelsi fyrir nauðgun árið 2005 á 72 ára gamalli konu í Praia da Luz, fékk stöðu grunaðs í málinu árið 2020 hjá lögreglunni í Þýskalandi, sem var að rannsaka hann.

Ralphs hélt því fram að sameiginlegur vinur hins þýska Brueckner hafi sagt honum um viku áður en Madeleine hvarf að „Christian ætlaði að taka barn frá Praia da Luz.“ Ralphs sagði eftirfarandi við fjölmiðla en Mirror segir frá: „Hann skýrði síðan frá því að þetta yrði ekki gert fyrir lausnargjald heldur að það ætti að taka barn til að selja þýskum hjónum sem gætu ekki eignast börn sjálf.

„Hann fullvissaði mig um að barnið myndi ekki skaðast,“ sagði Ralphs og bætti við að honum hafi verið sagt af öðrum karlmanni að Christian hafi „þekkti marga, sem ekki gætu átt börn, sem myndu borga góðan pening fyrir barn og að barnið yrði tekið frá ríkri fjölskyldu sem er með fleiri en eitt barn, svo foreldrarnir myndu ekki syrgja eins mikið.“

- Auglýsing -

Leitað var á landskika nærri heimili Christians Brueckner í Portúgal, á síðasta ári í tengslum við McCann málið, en ekkert óyggjandi hafi komið út úr því. Þó að Bueckner sé dæmdur fyrir aðra glæpi, hefur hann ekki enn verið kærður í tengslum við hvarf Madeliene litlu en hann neitar allri aðild að málinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -