Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Vladimír Pútín sagður dauðvona: „Stríðinu verður að ljúka áður en hann deyr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vladimír Pútín deyr brátt úr krabbameini. Þessu heldur yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins fram.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins segir að Pútín Rússlandsforseti hafi verið að glíma við krabbamein um „langt skeið“ og muni deyja „mjög fljótlega.“ Sagt er frá þessu á breska fréttamiðlinum Mirror. Heldur Budanov því fram að hann hafi heimildi fyrir því innan Kremlar að forsetinn, sem er sjötugur, þjáist af krabbameini.

Kyrylo Budanov

Segir hann ennfremur að Pútín hafi glímt við krabbameinið um langa hríð og muni brátt deyja. Kom þessi fullyrðing fram eftir að Rússlandsforsetinn herskái hætti við að koma fram á tveimur opinberum viðburðum í lok ársins 2022, en annar þeirra var hið árlega ríkisávarp forsetans.

Budanov var spurður um ýmis mál tengdum heilsu Pútíns í sjaldgæfu viðtali sem hann veitti ABC News, sem og mögulegar loftárásir á Rússland og Krímskaga.

Sagði hann að árásir á rússnesk svæði muni án efa halda áfram þetta árið en vildi ekki svara hvort her Úkraínu myndi standa fyrir þeim eða einhverjir aðrir..

Eftir að hann hélt því fram að Rússlandsforseti væri dauðvona sagði Budanov: „Stríðinu verður að ljúka áður en hann deyr.“

- Auglýsing -

Að hans sögn mun Úkraína koma vel út á nýja árinu og bætti við að „allur heimurinn“ myndi græða á dauða Pútíns og hvatti Vesturveldin til að „óttast ekki.“

Er Budanov var spurður í viðtalinu að því hvort forsetinn væri dauðvona, svaraði hann: „Auðvitað. Hann hefur verið veikur í mjög langan tíma. Ég held að hann deyji mjög fljótlega. Ég vona það. Ég er alveg viss um að hann sé með krabbamein.“ Sagðist hann „bara vita“ að Pútín sé veikur því hann hafi fyrir því „heimildir“ frá innsta ranni forsetans.

Síðan orðrómur um heilsu Rússlandsforseta fór á kreik fyrir nokkrum mánuðum hafa margir haft áhyggjur yfir því hver muni setjast í stól Pútíns eftir dauða hans og hvort dauði hans hefði í raun kosti eður ei.

- Auglýsing -

Í frétt Mirror segir að eftir að þó nokkrar tilkynningar Pútíns hafi fallið í grýttan farveg hjá almenningi í heimalandinu hafi fyrrum yfirmaður M16, leyniþjónustu Bretlands, Sir Alex Younger velt því upp að mögulegur arftaki forsetans yrði eins og hann lýsti því: „þjóðernissinnuð karlremba frá öfgahægrinu í Kreml.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -