Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Íslensk yfirvöld hafa ekki í hyggju að viðurkenna sjálfstæði fleiri ríkja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki stendur til að íslenska ríkið viðurkenni sjálfstæði og fullveldi þjóða á næstunni.

Ísland hefur um árabil verið leiðandi í samfélagi þjóða, í að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi landa. Þannig var Ísland fyrst allra landa til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna, Eistlands, Lettlands og Litháens frá Sovétríkjunum sálugu og einnig Svartfjallalands og Kósóvó frá Serbíu. Einnig var landið fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu en það var árið 2012.

Nokkrar þjóðir berjast enn fyrir sjálfstæði sínu en þar ber helst að nefna Taívan, sem oft er kallað Lýðveldið Kína, til að aðgreina það frá Alþýðulýðveldinu Kína á meginlandinu, hefur lengi viljað sjálfstæði og hafa að undanförnum árum minnt rækilega á sig. Bandaríkin hafa sýnt stuðning við Taívan, sem reitt hafa yfirvöld í Alþýðulýðveldinu Kína til reiði. Þá má einnig nefna Baskaland en ETA, aðskilnaðarsamtök Baska hafa lengi barist fyrir sjálfstæði frá Spáni. Þá hafa Katalónar gert slíkt hið sama og krafist sjálfstæðis frá Spáni.

Mannlíf lagði fram nokkrar spurningar fyrir utanríkisráðuneytið en þær eru eftirfarandi:

  1. Hjá hvaða ríkjum hefur Ísland viðurkennt sjálfstæði frá 2012 til dagsins í dag?
  2. Hefur Ísland einhvern tímann dregið til baka viðurkenningu um sjálfstæði. Ef svo er: Hvenær?
  3. Eru einhver ríki til skoðunar á hjá stjórnvöldum í því samhengi að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Ef svo er: Hvaða ríki?

Skriflegt svar utanríkisráðuneytisins barst í dag en þar kemur fram að ekki séu uppi áform um viðurkenningu á sjálfstæði fleiri ríkja:

„Ísland hefur ekki viðurkennt sjálfstæði ríkis frá árinu 2012. Þá hafa íslensk stjórnvöld aldrei dregið til baka viðurkenningu á sjálfstæði eða fullveldi ríkis. Á þessari stundu eru ekki uppi áform um að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi fleiri ríkja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -