Undanfarin ár hafa verið sveiflukennd fyrir einn besta leikara 21. aldarinnar en þrátt fyrir leiksigur ofan á leiksigur í stórkostlegum myndum á borð við Men In Black, Ali, Bad Boys 2 og King Richard hugsa flestir um augnablikið á Óskarsverðlaununum árið 2022 þegar hann sló grínistann Chris Rock í andlitið eftir að grínistinn hafði gert grín að veikindum eiginkonu Will Smith. Leikarinn vann síðar um kvöldið sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik í myndinni King Richard.
Í nýrri myndbandsfærslu á Instagram dásamar Smith umferðarljósin á Akureyri en þau hafa vakið athygli ferðamanna síðan þau voru sett upp.
View this post on Instagram