Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eva Hauks: „Áhugavert ef Hallgrími Helgasyni yrði eignuð athugasemd sem Áslaug Arna lét falla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn Eva Hauksdóttir segir að ef hún „hefði óendanleg auðæfi til að leika mér að þá myndi ég láta gera fullt af félagssálfræðilegum rannsóknum; ég myndi til dæmis láta safna saman ummælum þar sem umdeilt fólk lýsir afstöðu sinni til samfélagsmála, dóma og atvika sem hafa verið í umræðunni. Þessi ummæli yrðu borin undir þátttakendur í aðstæðum þar sem þeir hafa ekki aðgang nettengingu og án þess að upplýst væri eftir hverjum þau eru höfð.“

Hún segir einnig að fólk „þyrfti að taka afstöðu til ummælanna, til dæmis hversu sammála það sé, hvort ummælin séu viðeigandi, fyndin og svo framvegis.“

Eva er á því að það yrði „áhugavert að sjá hversu samkvæm við erum sjálfum okkur þegar við vitum ekki hver talar og sjáum ekki „læk“ og athugasemdir annarra.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Nefnir svo að lokum að það yrði „ekki síður áhugavert að sjá hvað gerðist ef Hallgrími Helgasyni yrði eignuð athugasemd sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét falla eða ef eitthvað sem Jón Steinar Gunnlaugsson sagði væri haft eftir Semu Erlu Serdar.

Sema Erla Serdar

Það virðist nefnilega oft sem það sem skiptir mestu máli sé ekki hvað var sagt heldur hver sagði það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -