Laugardagur 25. maí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Evrópusamtök stúdenta gagnrýna Háskóla Íslands fyrir aldursgreiningu hælisleitenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Evrópusamtöku stúdenta, ESU, gagnrýnir Háskóla Íslands fyrir þátttöku skólans í aldursgreiningu hælisleitenda í þjónustu við Útlendingastofnun. Samtökin taka því undir gagnrýni Landsamtaka íslenska stúdenta.

Stuðningsyfirlýsingin var samþykkt samhljóma á stjórnarfundi samtakanna í Búlgaríu milli 6.-11. maí. Kallað er eftir því að Háskólinn láti af aldursgreiningum.

„[Í yfirlýsingu Evrópusamtakanna] er einnig undirstrikað, að sem menntastofnun og lykilhluti samfélagsins eigi Háskólinn frekar að beita sér við að taka vel á móti innflytjendum og að styðja við samfélagshópa í viðkvæmri stöðu. Stuðningsyfirlýsingin staðfestir þær efasemdir og rökfærslu sem íslenskir stúdentar, og þá sér í lagi SHÍ, Stúdentaráð Háskóla Íslands, hafa fært fram gegn þessari starfsemi. Tuttugu milljón evrópskir stúdentar krefjast þess, ásamt íslenskum stúdentum, að háskólinn láti af þessari framkvæmd og sjái sóma sinn í því að þjónusta hælisleitendur í krafti þekkingar sinnar með öðrum, mannúðlegri hætti og veita þeim aðstoð. Íslenskir stúdentar búast við því að Háskóli Íslands og Útlendingastofnun taki kröfur stúdenta loks alvarlega til greina og láti af þessari siðferðislega óverjandi framkvæmd,“ segir í yfirlýsingu frá LÍS.

ESU eru regnhlífarsamtök 45 landssamtaka stúdenta frá 39 evrópskum löndum. Um það bil 20 milljón stúdenta eru í aðildarfélögum ESU. Á stjórnarfundinum koma saman um 150 stúdentafulltrúar hvaðanæva úr Evrópu og taka stefnumótandi ákvarðanir.

„Evrópskir stúdentar ganga því til liðs við SHÍ, LÍS, starfsfólk og doktorsnema á Menntavísindasviði HÍ, Félagsvísindasviði HÍ og Hugvísindasviði HÍ, Rauða krossinn, UNICEF, Barnaréttardeild Evrópuráðsins og fleiri mannúðarsamtök sem leggjast gegn þeim aðferðum sem háskólinn beitir,“ segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -