Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Yfirvöld seilast í veski eldri borgara erlendis: „Vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir minnist þess að í gær voru liðin fimm ár frá því að hún lauk störfum hjá Hitaveitu Reykjavíkur, eftir 23 ára farsælt starf. Notar hún tækifærið og skýtur föstum skotum á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem seilist nú í skattpeninga þeirra íslensku eldri borgara sem búa erlendis.

„Dagur 1780 – Var ég ómissandi?

Í gær voru liðin fimm ár frá þeim degi er ég lauk mínum starfsferli hjá Hitaveitu Reykjavíkur/Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum og ég kvaddi minn kæra vinnustað til 23 ára og hélt út í lífið yfirbuguð af reynslu og þekkingu á hitaveitustörfum auk sjö ára fyrri reynslu hjá Orkuveitu Stokkhólmsborgar í Svíþjóð þar sem ég starfaði við kraftvarmaverið í Hässelby. Þetta voru jú samtals 30 ár þar sem ég starfaði við orkugeirann, en þó náði ég 25 árum til sjós.“ Þannig hefst nýjasta dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista.

Segist hún finnast sem hún hafi misst af einhverju, eftir að hún hætti hjá Hitaveitu Reykjavíkur.

„Samt finnst mér eins og að ég hafi misst af einhverju. Ég kvaddi vinnustaðinn minn með sæmd og fékk meira að segja blómvönd að launum fyrir vel unnin störf. En samt vantar eitthvað. Enga fæ ég desemberuppbótina á eftirlaunin mín og enga fæ ég orlofsuppbótina. Ég fæ ekki einu sinni jólagjöf frá neinum síðan ég hætti að vinna og ekkert fæ ég sumarfríið.“

Bætir Anna því við að auk alls þessa hóti ríkisstjórnin því nú að hækka skatta á hana:

„Ofan á allt saman hótar ríkisstjórnin mér því að hækka skattana á mig af því að ég hefi það svo gott í sólinni á Tenerife. Þeir reyndu það í fyrra, en stjórnarandstöðunni tókst að fresta því um ár og nú er bara að bíða og vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til áður en þessi nýju lög ná gildi sínu. Ekki mun ég gráta brotthvarf hennar úr því að hún vill refsa mér fyrir að njóta sólar og sumars á suðlægum slóðum á mínum fátæklega lífeyri.

Ég átti góðan tíma hjá OR/Veitum og að sjálfsögðu taldi ég mig ómissandi í starfi, en ég var kannski ein um þá skoðun mína. Allavega hefur enginn saknað mín þessi fimm ár sem liðin eru frá því ég hætti að vinna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -