Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fall WOW air talinn stærsti þáttur í samdrætti erlendrar kortaveltu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlend kortavelta nam 16,2 milljörðum króna síðast liðinn maí. Það er 13,1% samdráttur á milli ára. Fall WOW air er talinn vera stærsti einstaki orsakaþátturinn. Þetta kemur fram á síðu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Tölur setursins sýna kortaveltu án flugsamgangna og mæla því ekki bein áhrif flugmiðakaupa. Þá sýna þau óbein áhrif sem felast í fækkun ferðamanna.

Gengi krónunnar hefur veikst um 12% frá maí i fyrra. Ferðaafurðir sem eru seldar í krónum virðast því hagstæðari í augum ferðamanna en áður. Ef lækkun kortaveltunnar er reiknuð í erlendri mynt er eyðsla hvers ferðamanns sú sama og fyrir ári. Í íslenskum krónum jókst aftur á móti kortavelta á hvern ferðamann um 13,6%.

Samdráttur í posagreiðslum nam tæplega 17% en samdráttur um net var rúmlega 5%. „Verulegur hluti þess sem útlendingar greiða fyrir hérlendis með kortum sínum fer í gegn um netsölu. Sá hluti er oftar en ekki pöntun fram í tímann á þjónustu sem neyta á síðar,” segir í tilkynningu rannsóknarsetursins.

„Stærsti flokkurinn í netsölu, bæði hlutfallslega og mælt í veltu er ýmis ferðaþjónusta en hann inniheldur afþreyingaferðir, ferðaskipuleggjendur og álíka. Um 70% kortaveltu flokksins kemur í gegn um netið (2,5 ma.kr.) og dróst sá hluti einungis saman um tæpt eitt prósent frá fyrra ári, samanborið við ríflega 16% samdrátt sama flokks í gegn um posa.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -