• Orðrómur

Fengu einstaka gjöf eftir snjóflóðin í janúar: „Svona gjöf er aldrei hægt að fullþakka“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri er ekki mannmörg, en félagar hennar tókust flestir á við sitt stærsta verkefni þegar snjóflóð féllu þar í janúar.

Eftir flóðin hafði einstaklingur samband við sveitina og spurði hvort hana vanhagaði um einhver tæki sem myndu nýtast vel í starfinu.

Eins og kemur fram í færslu sveitarinnar á Facebook stækkaði fyrirspurnin og áður en meðlimir vissu af var Sæbjörg komin með tvö Arctic cat Alterra 1000cc fjórhjól í hendurnar. Annað hjólið og tækjabúnaður á þau bæði eru gjöf frá Hinriki Kristjánssyni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur og þeirra börnum.

- Auglýsing -

Gjöfin góða

„Svona gjöf er aldrei hægt að þakka nægilega vel fyrir en við erum þeim ævinlega þakklát og mun þetta bæta starf sveitarinnar til muna.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -