Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Fengu tækifæri til að aðlagast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Texti / Bára Huld Beck

Vinnuaðstæður hér á landi hafa breyst á síðustu áratugum og má jafnframt merkja ákveðnar breytingar í viðhorfi gagnvart innflytjendum.

 

Blaðamaður náði tali af pólskum sérfræðingi, Önnu Wojtynska, sem unnið hefur á Íslandi og rannsakað tengsl pólsks verkafólks á Íslandi við heimalandið og hvaða áhrif þessi tengsl hafa á hversu vel þeir hafa sam­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi.

Anna er doktor í mannfræði frá Háskóla Íslands en hún kom fyrst til Íslands árið 1996 og lýsir hún gjörólíkum aðstæðum Pólverja hér á landi á þeim tíma. Hún segir að þeir hafi einungis verið nokkur hundruð talsins, flestir hafi búið í þorpum úti á landi og aðeins örfáir í Reykjavík.

Hún flutti síðan til Ísafjarðar árið 2005. „Fyrst þegar pólskir innflytjendur fluttu til þessara þorpa höfðu þeir tækifæri til að aðlagast samfélaginu. Til að mynda var litið á pólskar konur sem komu til Ísafjarðar og eignuðust íslenskan maka og töluðu íslensku, sem innfæddar. Svo þegar fólk talar um „þessa Pólverja“ er það líklegast ekki að tala um til dæmis þessar konur.“ Þannig megi segja að þegar Pólverjar aðlagist vel þá sé á vissan hátt ekki lengur litið á þá sem „Pólverja“.

Hún hefur rætt við marga Pólverja í rannsóknum sínum, bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu en flestir vinna í fiskvinnslu úti á landi. „Fólk finnur því ekki fyrir því að það sé lágstétt og jafnvel hér í Reykjavík segja sumir að vinna þeirra sé metin að verðleikum og þar af leiðandi séu þeir einnig metnir að verðleikum.“

- Auglýsing -

Upplifun ólík eftir einstaklingum

Anna telur þó að þetta hafi breyst að einhverju leyti á undanförnum árum. Eftir að svo margir Pólverjar komu til landsins til að vinna og eftir að samband atvinnurekenda og launþega breyttist hafi viðhorfin jafnframt breyst. Þá hafi til að mynda einn viðmælandi hennar sagt að Íslendingar komi fram við þau eins og varning. Sumum líði eins og þeir séu innflutt vinnuafl og ekkert meira. Hún tekur sérstaklega fram að ástandið hafi þó ekki verið fullkomið hér áður fyrr og sé ekki alslæmt núna. Sumt hafi lagast með tímanum og nefnir hún sem dæmi að ákveðin vitundarvakning hafi orðið varðandi mikilvægi pólska tungumálsins. Á öðrum sviðum hafi viðhorf Íslendinga versnað.

Lesa má umfjöllunina í heild í nýjasta tölublaði Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -