Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Gísli Marteinn hnýtir í Sjálfstæðismenn: „Hef ekki heyrt eina einustu hægrimanneskju mótmæla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Marteinn Baldursson hnýtir í Sjálfstæðismenn fyrir að vilja senda harðduglega Venesúelabúum úr landi.

Sjónvarpsmaðurinn brosmildi, Gísli Marteinn Baldursson skrifaði færslu á X (áður Twitter), þar sem hann furðar sig á viðsnúningi hægri manna í málefnum innflytjenda. Færslan hljóðar svo:

„Ég á fullt af hægrisinnuðum vinum sem um árabil hafa sagt: „Ég vil endilega fá hingað innflytjendur svo framarlega sem þau vilja vinna“. Núna á að fara að sparka burt hópi Venesúelafólks sem vinnur meira en Íslendingar- og ég hef ekki heyrt eina einustu hægrimanneskju mótmæla.“

Guðni nokkur skrifaði athugasemd og bendir á að Venesúelabúar hafi flúið „sturlunarástand“ eftir „óstjórn kommúnista“ og því hefði hann haldið að hægri menn hefðu meiri samúð með því.

„Magnað hvað það er sumum mikið mál að losna við þennan hóp af landinu. Duglegt vinnandi fólk sem er að flýja sturlunarástand sem hefur skapast af óstjórn kommúnista. Hefði haldið að hægri vængurinn hefði dass af samúð með því.“

Þessu svaraði Gísli Marteinn og hnýtir í Sjálfstæðismenn.

- Auglýsing -

„Já, sérstaklega í ljósi þess að það voru sjálfstæðismenn sem í upphafi höfðu mikla samúð með hörmulegri stöðu þessa fólks og buðu þau velkomin hingað. Það er dáldið óljóst hvað hefur valdið þessum viðsnúningi“

Murun nokkur skrifaði eftirfarandi athugasemd:

„Hjálpræðisherinn er búinn að gefa það út að hann viti hreinlega ekki hvað verði um starfsemina af því að hún er mönnuð fjölmörgum sjálfboðaliðum frá Venesúela. Það segir meira en mörg orð.“

- Auglýsing -

Heimildin var með frétt þar sem atvinnuþátttaka Venesúelabúa á Íslandi er sögð  86,5 pró­sent en upplýsingarnar eru fengnar frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu. Fréttina má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -