Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Ferð þín í Bláa lónið skilar Grími rúmum 18 milljónum í mánaðarlaun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er með 18.571.052 krónur í laun á mánuði. Ef við gefum okkur það að forstjórinn vinni átta klukkustunda vinnudag þá er hann með ágætis tímakaup, eða því sem nemur hátt í 120 þúsund krónum á tímann. Fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá er tímakaupið hans þá 116.069 miðað við þennan hefðbundna átta stunda dag.

Launahæsti forstjóri landsins er hins vegar Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Hann er með tæplega 36 milljónir króna í mánaðarlaun. Það þýðir að hann er með 1,2 milljónir í laun, hvern einasta dag ársins. Ef launin eru skoðuð nánar er Árni Oddur vakinn og sofinn með 40 þúsund krónur á klukkustund, allan sólarhringinn og allt árið um kring. Tekjur hans koma  fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Lægstu laun í landinu eru sem nemur 300 þúsund krónum á mánuði. Árni Oddur þénar þannig á við 100 verkamenn.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er sá launahæsti þegar litið er til ríkisfyrirtækja og embættismanna. Hann er með 6,1 milljón króna í mánaðarlaun eða sem nemur 200 þúsund krónum á dag. Tekjur hans eru birtar í Frjálsri verslun. Ef Óskar vinnur 10 tíma á dag, fimm daga vikunnar, er hann með 40 þúsund krónur á unna klukkustund. Óskar hefur verið áberandi í umræðuunni vegna Covid, enda hvíla bólusetningar og skimanir á herðum hans.

Karlmenn hafa vinninginn í nær öllum starfsgreinum þegar kemur að hæstlaunuðustu konum og körlum landsins. Aðeins tvær konur eru efstar, Agnes M Sigurðardóttir biskup og Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri. Og þrátt fyrir jafnlaunavottun er ótrúlegur munur á launum karla og kvenna í nær öllum starfsgreinum. Mánaðarlaunin eru eftirfarandi:

Áhrifavaldar, samfélagsmiðlar og fólk í fréttum

Guðmundur Birkir Pálmason, áhrifavaldur og kírópraktór 1.221.368 kr.

- Auglýsing -

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og framkvæmdastjóri 1.010.943 kr.

Ferðaþjónusta og veitingar

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 18.571.052 kr.

- Auglýsing -

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels 2.916.482 kr.

Fjármál

Hjalti Baldursson, stofnandi Bókunar og fjárfestir 14.419.493 kr.

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Alvotech 5.153.616 kr.

Fjölmiðlafólk og upplýsingafulltrúar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins 5.697.279 kr.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair 1.607.918 kr.

Flugmenn og flugstjórar

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair 2.988.547 kr.

Ágúst Arnbjörnsson, flugstjóri 2.907.777 kr.

Heilbrigðisgeirinn

Óskar S. Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 6.353.666 kr.

Lilja Þyri Björnsdóttir, yfirlæknir æðaskurðlækninga Landspítalans 3.678.803 kr.

Iðnaður og tækni

Egill Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Össuri 11.306.674 kr.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi 7.827.955 kr.

Íþróttir

Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður 10.176.381 kr.

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar 2.621.442 kr.

Landbúnaður og sjávarútvegur

Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri 6.052.419 kr.

Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brim 2.880.593 kr.

Listir

Þorlákur Morthens (Tolli), listmálari 3.153.666 kr.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar 1.403.406 kr.

Menntun, háskóli og vísindi

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 8.723.197 kr.

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðideild HR 2.328.141 kr.

Réttarkerfið

Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara 4.700.560 kr.

Greta Baldursdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari 3.491.541 kr.

Stjórnmál

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands 3.953.307 kr.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.689.164 kr.

Stjórnsýsla og stofnanir

Björn Óli Hauksson, ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri Isavia 3.826.632 kr.

Sigríður Logadóttir, persónuverndarfulltrúi Garðabæjar, 2.759.070 kr.

Stjórnun fyrirtækja

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel 37.441.450 kr.

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas of stjórnarmaður Viðskiptaráðs 5.198.476 kr.

Trúmál

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup 1.686.014 kr.

Karl Valgarður Matthíasson, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli 1.658.464 kr.

Verslun

Haraldur Lindal Pétursson, forstjóri Johan Rönning 12.722.019 kr.

Brynja Halldórsdóttir, fjármálastjóri Norvik 3.581.177 kr.

Vinnumarkaðurinn og hagsmunasamtök

Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 4.446.260 kr.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS 4.119.610 kr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -