Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn leitar sér hjálpar vegna andlegra veikinda:„Er að vinna í sjálfum mér, kem til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þekktasti fisksali Íslands, Kristján Berg, kallaður Fiskikóngurinn, greinir frá því í opinni færslu á Facebook að hann muni tímabundið stíga til hliðar vegna andlegra veikinda:

„Árið byrjar glæsilega, en eitthvað er geðheilsan að stríða mér. Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar,“ segir Kristján og bætir við:

„Er að vinna í sjálfum mér, kem til baka, bara veit ekki hvenær. Tekur víst smá tíma að gera við hausinn. Mikið álag og streita undanfarin ár, er líklegasta skýringin, en þetta reddast, eins og allt hitt. En fjölskyldan er í góðum málum. Fyrirtækin ganga vel, starfsfólkið mitt hefur verið súper flott og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils. Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%.“

Hann bætir við að „öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram. Er ekki að biðja um vorkunn eða einhver like á þennan póst, en ef einhver veit um góðan geðlæknir, þá má senda mér messenger. Er með góðan sálfræðing á mínum snærum. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að lenda í einhverju svona, en er viðgerðar-aldurinn ekki kominn? Mér líður samt betur núna, bara við það að opna mig við ykkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -