Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur„óraunhæf og óábyrg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina verði að endurskoða fjármálastefnu sína. „Þær eru enn að okkar mati of bjartsýnar.” Svigrúmið sem ríkisstjórnin ætli sér dugir engann veginn til.

Þetta kom fram á fjölmiðlafundi Viðreisnar sem hófst kl 11:00 í morgun. „Það er gert ráð fyrir að neytendur haldi sínu striki.” Þorsteinn segir fjármálastefnuna vera óraunhæfa og óábyrga. Kólnun hagkerfisins ætti ekki að hafa komið neinum á óvart og bætir við að sveiflurnar eru undirliggjandi vandamál í efnahagslífinu. „Þegar við náum okkar hápunktum er óhjákvæmlega einhverskonar leiðrétting. „Krónan hefur veikst jafnt og þétt undanfarin tvö ár.”

Hann segir vel hægt að aðlaga stefnuna þar sem niðursveifla hefur staðið yfir síðast liðna 18 mánuði. Þá segir hann ríkisstjórnina reka kerfið með 1,3% halla. „Ríkisstjórnin er að draga úr fjárfestingum enn frekar, verða skornar niður um 10 milljónir,” segir Þorsteinn og bætir við að ákvörðunin sé gagnrýnisverð. Hann segir kólnun í hagkerfi vera tími til að auka fjárfestingar. „Það þarf 0,6% vegna viðbótarfjárfestingar ríkissjóðs.” Þá segir hann 0,3% ætlað sem svigrúm fyrir sveitarfélögin. „Það er fjórðungur svigrúmsins.”

Þorsteinn segir ýmis verkefni hægt að hraða og nefnir verkefni tengd Borgarlínunni „Tengingin Hamraborg-Fjörður sem er umfangsmikið verkefni.” Þá telur hann nauðsynlegt að ráðast í vegaframkvæmdir. „Við höfum vanrækt innviðafjárfestingar í samgöngum. Höfum séð mikla og vaxandi slysatíðni samhliða aukningu á ferðamönnum.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -