Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fjölskylda á Vesturlandi vann 80 milljónir í Eurojackpot – Gleymdi næstum að kaupa miðann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk getspá greinir frá því að hjón með tvö börn hafi í síðustu viku unnið 80 milljónir í Eurojackpot. um var að ræða 2. vinning og segir í tilkynningunni að hjónin hafi verið sæl og ánægð þegar þau komu að sækja vinninginn til Íslenskrar getspár.

Þau eru ekki búin að ákveða hvað þau ætla að gera við milljónirnar 80, sagði enn fremur í tilkynningunni. „Ég kaupi stundum lottómiða í vinnunni í gegnum símann“ er haft eftir konunni þegar hún kom ásamt eiginmanni sínum að sækja herlegheitin.

„Ég gleymdi því í þetta sinn. Mundi svo allt í einu eftir því að kaupa miðann þar sem ég stóð fyrir framan útidyrnar, áður en ég færi inn til mín svo ég myndi örugglega ekki gleyma að vera með“ sagði konan og sér áreiðanlega ekki eftir því að hafa munað eftir því að hafa keypt miðann góða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -