Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fjölskyldumynstur hefur áhrif á ofþyngd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn þeirra þátta sem niðurstöður HBSC-könnunarinnar sýna fram á er að tíðni ofþyngdar er lægst hjá þeim nemendum sem búa hjá báðum kynforeldrum, eða 14,0% en tíðnin var 23,6% hjá þeim sem svöruðu „annað úrræði“.

Annað úrræði væri til dæmis að búa á fósturheimili eða hjá afa sínum og ömmu. Að sama skapi sýna rannsóknir fram á að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að vera í ofþyngd heldur en börn sem búa hjá báðum foreldrum.

Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að það verði að túlka þessar niðurstöður varlega. „En þetta er lýsandi fyrir það að hvers kyns rask getur haft áhrif á heilsu barna og unglinga. Kannski eru ekki eins skýrar reglur þegar annar fullorðni einstaklingurinn á heimilinu er ekki blóðforeldri, þá er kannski erfiðara að setja reglur og halda þeim við; ef við ályktum varlega.“

„En þetta er lýsandi fyrir það að hvers kyns rask getur haft áhrif á heilsu barna og unglinga.“

Þá benda rannsóknir til þess að upplifun barna af skilnaði foreldra geti leitt til aukinnar sykurneyslu, þessi börn eru einnig líklegri til þess að sleppa morgunmat og hreyfa sig minna. Allt eru þetta þættir sem auka líkur á ofþyngd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -