Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Flokkur fólksins eyðir langmest í auglýsingar – Sjálfstæðisflokkur öflugastur á samfélagsmiðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins hefur eytt meiru fé í auglýsingar en allir aðrir flokkar. Píratar minnst. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra flesta fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Nýverið birti auglýsingastofan Sahara upplýsingar um auglýsingakostnað og virkni auglýsinga stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum, frá 4 – 29 ágúst.

Á því tímabili var Flokkur fólksins með flestar virkar auglýsingar á Instagram og Facebook eða 26 talsins. Næst kom Sjálfstæðisflokkurinn með 8 auglýsingar. Athygli vekur að Píratar voru ekki með eina virka auglýsingu á tímabilinu.

Þegar litið er á auglýsingakostnað stjórmálaflokkanna bar Flokkur fólksins höfuð og herðar yfir aðra flokka. Eyddi Flokkur fólksins 3.988.333 kr í auglýsingar um samfélagsmál, kosningar eða stjórnmál. Næst þeim er Samfylkingin sem eyddi á tímabilinu 2.906.058 kr í auglýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er svo þriðji í röðinni en kostnaður þeirra við auglýsngar námu 1.882.959 kr. Kostnaður allra hinna flokkanna var undir milljón en sá flokkur sem kostaði minnstum fjármunum í auglýsingar var Pírataflokkurinn en upphæðin nam 242.219 kr.

- Auglýsing -

Sahara birti einnig lista yfir fylgjendur flokka og stjórnmálamanna á Íslandi, inni á Instagram og Facebook. Sjálfstæðisflokkurinn hefur langflesta fylgjendur á báðum miðlum. Facebook fylgjendur flokksins eru um 15.534 talsins og fylgjendurnir á Instagram eru 3.888. Píratar hafa 12.115 fylgjendur á Facebook og því næstvinsælasti flokkurinn á þeim samfélagsmiðli. Þá hafa þeir ekki nema 1.024 fylgjendur á Instagram, þrátt fyrir vinsældirnar á Facebook. Eru þeir í þriðja sæti á þeim miðli, yfir vinsældir flokkanna á téðum samfélagsmiðlum.

Viðreisn vermir svo þriðja sætið í vinsældum á Facebook með 9.765 fylgjendur. Instagram-miðill Viðreisnar er með næst mesta fjölda fylgjenda allra flokka landsins en er sú tala 1.046. Á botninum rekur síðan Sósíalistaflokkurinn lestina með einungis 4.327 fylgjendur á Facebook og 187 á Instagram.

- Auglýsing -

Ef litið er til vinsælda stjórnmálamanna á Facebook má sjá að enginn kemst með tærnar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur hælana. Fylgjendur hennar á Facebook eru 24.187 talsins en næst hæl hennar kemur ráðherra í ríkisstjórn hennar og góðvinur, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra með 16.075 fylgjendur á Facebook. Þriðji er svo Miðflokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með 13.319 fylgjendur. Vinsælasti stjórnarandstæðingurinn er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hjá Viðreisn en hefur hún 3.497 fylgjendur í 11. sæti á lista Sahara.

Baráttan um vinsældir á Instagram er talsvert tvísýnni en Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum með 19.000 fylgjendur en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra fylgir fast á hæla hennar með 18.300 fylgjendur. Brynja Dan Gunnarsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins er í þriðja sæti yfir vinsæla stjórnmálamenn á Instagram með 16.600 fylgjendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn er, líkt og hvað varðar Facebook, flesta fylgjendur stjórnarandstæðinga eða 1.803 talsins en hún er í sjöunda sæti listans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -