Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Flokkur fólksins vill vindmyllur í umhverfismat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingflokkur Flokks fólksins vill sjá vindmyllur í umhverfismat og hafa þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn flokksins, lagt fram frumvarp þess efnis.

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ekki sé skylt samkvæmt núverandi lögum að framkvæma mat á umhverfisáhrifum til uppbyggingar á stöðvum sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu.

„Framkvæmdir við gerð á slíkum vindbúum kunna að hafa í för með sér veigamikil áhrif á lífríki og náttúru. Þá geta vindmyllur með slíkri aflgetu náð töluverðri stærð og því verið áberandi í umhverfinu sem eitt og sér getur valdið ýmiss konar röskunum. Því er lagt til að stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira falli undir flokk A í 1. viðauka og verði því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -