2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Flokkur fólksins vill vindmyllur í umhverfismat

Þingflokkur Flokks fólksins vill sjá vindmyllur í umhverfismat og hafa þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn flokksins, lagt fram frumvarp þess efnis.

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ekki sé skylt samkvæmt núverandi lögum að framkvæma mat á umhverfisáhrifum til uppbyggingar á stöðvum sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu.

„Framkvæmdir við gerð á slíkum vindbúum kunna að hafa í för með sér veigamikil áhrif á lífríki og náttúru. Þá geta vindmyllur með slíkri aflgetu náð töluverðri stærð og því verið áberandi í umhverfinu sem eitt og sér getur valdið ýmiss konar röskunum. Því er lagt til að stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira falli undir flokk A í 1. viðauka og verði því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is