Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Flugmenn kjósa um launalaust leyfi í stað launalækkunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur náð samkomulagi við Icelandair um að flugmenn Icelandair vinni aðeins helming þeirra daga sem þeir hefðu annars unnið til 31. maí næstkomandi, í stað þess að taka á sig beina 50% launalækkun. Hina daganna verði þeir í launalausu leyfi. Um þetta kjósa flugmenn núna eftir hádegið.

Þessar tillögur voru kynntar á fundi FÍA rétt í þessu. Samkomulagið felur í sér að allir flugmenn taki sér 50% launalaust leyfi á tímabilinu 1. apríl 2020 til 31. maí 2020. Launagreiðslur skerðast til samræmis. Í hvorum mánuði verða greidd 50% af föstum launum flugmanns samkvæmt launatöflu.

Fram hefur komið í dag að 240 starfsmönnum verði sagt upp hjá Icelandair. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að starfshlutfalli 92% starfsmanna félagsins verði skert. Þar kom fram að þeir sem yrðu áfram í fullu starfi lækki um tugi prósenta í laun.

Veikindaréttur helst óskertur miðað við samkomulag flugmanna og Icelandair. Rétturinn miðast við full laun og 100% starfshlutfall. Öll önnur réttindi í kjarasamningi haldast óbreytt. Eingöngu er verið að minnka starfshlutfallið í þessum tveimur mánuðum, að því er fram kom í kynningu sem streymt var beint á Youtube.

Komi til uppsagna á tímabilinu ber flugmanni réttur til launa eins og hann væri í 100% starfshlutfalli. „Við í stjórn FÍA teljum að þessi aðgerð séu þung lóð á vogarskálar Icelandair Group við að koma félaginu í gegn um þennan COVID-19 skalf sem það stendur frammi fyrir og mælum því sterklega með að félagsmenn samþykki þetta fyrirkomulag sem hér er lagt fram.“

„Þetta er þungt högg fyrir okkur sem einstaklinga en þetta er stuttur tími,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður félagsins á kynningarfundinum.  Í máli hans kom fram að fáir flugmenn gætu nýtt sér úrræði stjórnvalda um greiðslu atvinnuleysisbóta á móti skertu starfshlutfalli, vegna hárra launa.

- Auglýsing -

Kosningin er að hefjast núna strax eftir hádegið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -