Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fór með sjúkraflugi frá Póllandi til Akureyrar eftir að hafa slasast illa í árshátíðarferð Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt vefsíðunni ruv.is þá slasaðist maður í árshátíðarferð Samherja, í pólsku skipasmíðaborginni Gdansk um helgina. Var maðurinn fluttur til Akureyrar með sjúkraflugi.

Samkvæmt upplýsingum frá Samherja hlaut maðurinn slæmt beinbrot eftir óhapp og ljóst að hann hefði þurft að vera lengi á sjúkrahúsi í Póllandi.

Nokkur hundruð starfsmenn Samherja og makar þeirra, sem eiga maka, héldu um helgina til Póllands. Árshátíð fyrirtækisins fór fram þar í landi að þessu sinni.

Á föstudaginn síðasta varð einn úr hópnum fyrir því óláni að brotna illa á fæti.

Karl Eskil Pálsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Samherja segir manninn hafa komist undir læknishendur á Akureyri strax daginn eftir slysið:

„Hann verður fyrir óhappi og brotnar illa og samkvæmt starfsreglum fyrirtækisins fer í gang ákveðið ferli. Það var ljóst að hann hefði þurft að dvelja lengi á sjúkrahúsi þarna úti og því var ákveðið að senda sjúkraflugvél eftir honum,“ Karl segir manninn kominn undir læknishendur á spítalanum á Akureyri:

- Auglýsing -

„Þetta gerðist ekki á árshátíðinni sjálfri heldur daginn áður. Þetta var ekkert lífshættulegt en gott að hann sé kominn á sjúkrahús heima á Íslandi þar sem hann fær aðhlynningu.“

Tveir flugmenn frá norðlenska flugfélaginu Norlandair fóru í ferðina ásamt lækni. Flogið var á B200 King Air án þess að millilenda á leiðinni, en flugið er tæpir 2400 km og tekur tæplega sex klukkutíma. Flugstjóri vélarinnar sem fréttastofa ræddi við segir flugið hafa gengið vel en aldrei áður hefur vél á vegum flugfélagsins farið í svo langt sjúkraflug frá Akureyri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -