• Orðrómur

Foreldrar leikskólabarna í Mosfellsbæ býðst núna að panta veganmat fyrir börnin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Foreldrum leikskólabarna í Mosfellsbæ barst bréf í dag þess efnis að nú geta foreldrar pantað bæði grænmetis- og veganfæði fyrir börn sín í leikskólum bæjarins.

„Frá og með næsta mánuði (mars 2020) geta foreldrar óskað eftir grænmetisfæði (ekki kjöt) eða veganfæði (engar dýraafurðir) fyrir börn sín í leikskólum Mosfellsbæjar,“ segir meðal annars í bréfinu.

Tilkynningu Mosfellsbæjar er deilt inn í Facebook-síðuna Vegan Ísland og ljóst er að margir grænkerar taka þessu framtaki bæjarins fagnandi. „Stórkostlegt er að sjá framtíðina komna inn í gæslustofnanir,“ segir einn grænkeri við færsluna.

- Auglýsing -

Í Mosfellsbæ eru átta leikskólar: Hlaðhamrar, Hlíð, Reykjakot, Leirvogstunguskóli, Höfðaberg, Hulduberg, Krikaskóli og Helgafellsskóli.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nokkrar góðar ástæður til að gerast stuðningsfjölskylda

Eftir / Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé„Þetta er einfaldlega besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við erum með...

Geggjaðar vegan kúrbítssnittur með reyktu tómatmauki

Hér deilum við uppskrift að vegan kúrbítssnittum með reyktu tómatmauki sem vöktu lukku í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. KÚRBÍTSSNITTUR MEÐ...

Jólaævintýri á Hótel Rangá – Þrettán réttir og þjónað til borðs

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Hótel RangáHótel Rangá býður upp á ómótstæðilegan þrettán rétta jólaseðil á aðventunni....

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -