Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Formannsefni VR bítast af hörku – Ragnar Þór sakar Elvu Hrönn um dylgjur og lygar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Mikil harka er hlaupin í formannsslaginn í VR. Formannsefnið Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu VR og undirmaður Ragnars, hefur sagt að hún muni verða atvinnulaus ef Ragnar hafi betur í formannsslaginumi. Ragnar Þór sakar hana um lygar og dylgjur í yfirlýsingu á Facebook.
„Mótframbjóðandi minn til formanns VR lætur að því liggja í viðtali við Morgunblaðið að ég hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu ef hún tapaði í kosningu til formanns. Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ skrifar Ragnar.
Elva Hrönn hefur gagnrýnt Ragnar fyrir að ala á óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar og slugsa og tefja þegar um framfaramál er að ræða. Ragnar Þór bendir á að starf hans sem formanns VR sé undir á tveggja ára fresti í kosningu hjá félaginu. Hann sendir Elvu Hrönn fast skot.

Ásakanir um dylgjur

„Ég hef hins vegar ekki haft hugmyndarflug í að nota það sem sérstakt kosningamál hvorki nú né nokkurn tíma. Og það sama má örugglega segja um kjörna fulltrúa almennt.
Starf forystufólks í stéttarfélögum snýst fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólks. Ég kalla eftir frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem mótframbjóðandi minn hefur fram að færa heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni“.
Haann segir að framundan séu mikilvægustu kjaraviðræður síðari ára. Framtíð og afkomuöryggi fólks á húsnæðismarkaði sé undir. Stökkbreytt húsnæðislán, há verðbólga, hrikalegur leigumarkaður og hækkandi verðlag íþyngi fólki. Langtímakjarasamningur skipti mestu máli.
„Því skiptir máli að félagsfólk geti valið hvaða fólki það treystir best til að leiða það verkefni, að verja og bæta lífskjör okkar næstu árin og til framtíðar. Um það snýst málið,“ skrifar Ragnar.
Mannlíf reyndi að sækja viðbrögð til Ragnars Þórs en reyndist sú tilraun árangurslaus.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -