Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fornleifafræðingar áhyggjufullir vegna breytinga Minjastofnunar – Yfirlýsing stjórnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Áhyggjur af stöðu minjaverndar í landinu vegna fyrirhugaðrar sameiningar stofnana innan umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis

„Stjórn Félags fornleifafræðinga lýsir yfir áhyggjum af fyrirhugaðri breytingu Minjastofnunar Íslands í undirsvið stærri stofnunar innan ráðuneytis umhverfis-, orku-, og loftslagsmála. Mikil óvissa er um hvað slík sameining hefur í för með sér fyrir minjavernd og íslenska menningu. Ef gerðar verða minni kröfur til verndun íslenskra minja í skipulagsferlum nýrrar stofnunar mun það vera mikil afturför í íslenskri minjavörslu og skapa hættu fyrir íslensk menningarverðmæti. Íslensk minjavernd byggir á evrópskri hefð og á sér rúmlega 200 ára sögu. Annars staðar á Norðurlöndunum og í Evrópu er stjórnsýsla minjaverndar og náttúruverndar hvor í sinni stofnun hvort sem þær eru innan sama ráðuneytis eða ekki.
Helsti ótti fagfólks á sviði fornleifafræði er að vægi og sjálfstæði minjaverndar á Íslandi minnki með sameiningunni og að minjavernd hverfi í skugga málefna þjóðgarða og náttúruverndar. Félagið hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að hlusta
á fagfólk sem starfar við málaflokkinn í sameiningarferlinu til að tryggja sem besta niðurstöðu fyrir íslenska menningu.

Yfirlýsingu félagsins má sjá hér að neðan:

yfirlysing_FF_2023

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -