Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir er einstakt afrek

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á nýliðnum aðalfundi Dýraverndarsambandsins var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.

Dýraverndari ársins 2023 er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.

Dýraverndari ársins er einstök kona, sem er allt í senn dýravinur, hugrökk, áræðin, framsýn og viljasterk. Meðal annars vegna þessara eiginleika stofnaði hún félagið Villikettir. Sú áræðni að stofna félag til bjargar villi- og vergangsköttum á Íslandi sýnir hug og þor einstaklings sem fer ótroðnar slóðir.

Arndís Björg hefur sýnt það og sannað að mikil þörf var á félagi í þágu þessara katta en félagið hefur allt frá stofnun þess komið hundruðum katta til bjargar.

Umræða og viðhorf yfirvalda var fyrir tilkomu félagsins neikvæð gagnvart heimilislausum kisum og leiddi þetta viðhorf til ómannúðlegra útrýmingarherferða eins og segir á vef félagsins Villikatta.

Mikið hefur áunnist í þágu velferðar þessara dýra af hálfu félagsins þau tíu ár sem það hefur starfað.

- Auglýsing -

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek.

Jákvætt viðhorf og aukin meðvitund almennings gagnvart mannúðlegri meðferð villikatta hefur aukist til muna og fjölda villtra dýra fækkað vegna kraftmikils starfs Villikatta. ​

Það er mikill heiður fyrir Dýraverndarsamband Íslands að veita Arndísi Björgu Sigurgeirsdóttur viðurkenninguna Dýraverndari ársins 2023, hún er sannarlega vel að henni komin! ​

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -