„Á­stæða þessarar breytingar er marg­þætt. Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi á­hyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í sam­ræmi við þau mark­mið sem við höfum gengið út frá og að dreifingar­ferlinu fylgdi ó­þarfa sóun. Það er í takti við vaxandi um­hverfis­vitund að lág­marka kol­efnis­spor í okkar starf­semi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tug­þúsunda heimila er ó­hemju kostnaðar­söm og reikna má með að kostnaður á ný­byrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna,“ segir Jón Þórisson, útgáfustjóri Torgs, um ákvörðunina.

Samkvæmt heimildum Mannlífs verður útgáfudögum Fréttablaðsins ekki fækkað. Þá eru engin áform um að fækka starfsfólki á ritstjórn eða í auglýsingasölu.