Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Freyja lenti í leiðindaatviki: „Ó, ég hefði nú alltaf fært mig ef einhver hefði þurft stæðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baráttukonan Freyja Haralds segir frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi lent í leiðinlegu atviki fyrir utan Hagkaup í Garðabæ:

„Skrapp í Hagkaup í Garðabæ rétt í þessu. Þar var manneskja lögð þvert fyrir tvö aðgengileg bílastæði, sat inni í bílnum og með kveikt á honum. Ég lagði því ólöglega þar sem færðin og umferðin á bílastæðinu bauð ekki upp á að ég kæmist öðruvísi örugg út úr bílnum.“

Freyja bætir þessu við:

„Á leiðinni inn í búðina hugsaði ég um að fara og gera athugasemd við manneskjuna í bílnum en ég er þreytt eftir erfiða viku og ákvað að sleppa því. Þegar ég kom út úr búðinni var manneskjan ennþá lögð þarna og þá gat ég ekki setið á mér og fór og ræddi við hana og benti á að hún væri að teppa tvö aðgengileg bílastæði. Viðbrögð hennar voru eitthvað á þessa leið:

„Ó, ég hefði nú alltaf fært mig ef einhver hefði þurft stæðið. Ég er bara rétt að bíða hérna á meðan systir mín fór inn á klósettið.”

Hún maldaði svo eitthvað í móinn um að hún legði nú ekki í vana sinn að leggja í aðgengileg bílastæði.“

- Auglýsing -

Freyja segir að „þetta er eitthvað svo dæmigerð forréttindafirruhegðun. Að setja eigin þægindi og hentisemi framar ferðafrelsi, aðgengi og umferðaröryggi fatlaðs fólks. Það „versta“ við þetta atvik er samt eiginlega að þetta er „skársta” tegundinn af ableisma sem ég hef upplifað í þessari viku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -